Ég ætla að trúa ykkur fyrir því....

...að ég á afmæli á morgun. Og af því að ég er fædd upp úr miðri síðustu öld, mér finnst svo flott að segja þetta, þá verð ég fimmtug á morgun. Það er örugglega æðislegt að vera fimmtug, ég get að vísu ekkert fullyrt um það, liggur í hlutarins eðli að það hef ég aldrei prófað það áður, en ég er svona nokkuð viss um það samt. Ég geri samt ekkert ráð fyrir því að mér líði neitt öðruvísi þegar ég vakna í fyrramálið, heldur en mér leið í morgun þegar ég vaknaði, sem sagt bara mjög vel. En enginn veit sína ævina... Dagurinn á morgun verður nú samt bara eins og hinir dagarnir, fer í vinnuna klukkan tíu og stimpla mig út úr vinnunni átján mínútur yfir þrjú. Ég nenni ekkert að vinna meira en það, en það hefur ekkert með aldurinn að gera, ég er búin að hafa þetta svona, nokkuð lengi. Að vísu er ég að vinna aðeins á kvöldin en það er bara aðra hverja viku, það er nú varla hægt að hafa þetta minna, ef ég ætla yfir höfuð að geta sagt að ég vinni úti.... Það verður líklega eins og ein kaka á borðinu í Fjallakofanum á morgun og svo hafði ég hugsað mér að nenna að hella uppá kaffi svona í tilefni dagsins, ef það skyldi nú einhver detta inn úr dyrunum. Ég er búin að fá tvo pakka í pósti, annar er frá Kötu og Ninu og hinn frá bæjarstjórn Akureyrar og nei, ég er ekkert búin að opna þá, en mig langar til þess. En af því að fimmtug kona er auðvitað mjög virðuleg og þroskuð og hefur vit fyrir sér og er búin að venja sig af öllum ósiðum...... Hvaða kona ætli það sé ? Ég get varla hamið mig með pakkana og var að hugsa um að fara bara með þá niður á lögreglustöð og láta læsa þá inni ! Þeir/þær sem vilja sjá mig eldast með reisn og nýryksuguðum gólfum eru innilega velkomnir/ar í kaffi í Fjallakofann á morgun, ég vildi að dóttir mín og systur mínar og bróðir og fjölskyldur gætu komið og fleiri sem eru allt of langt í burtu en það verður bara að vera í annan tíma... Eigið góðan dag í allan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Farðu með pakkana, það er öruggast

Erna Evudóttir, 2.10.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég veit það

Jónína Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Hey kúl kona :)

Til hamingju með daginn á morgun og láttu ekkert stoppa þig :)

Kv. Sigurjón Sig.

Sigurjón Sigurðsson, 2.10.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Geymdu pakkana heima og láttu loka þig inni,eða nei þetta er eitthvað ekki rétt.Vesen að geta ekki verið viðstödd þegar þú opnar þá,látum "viðstaddið"verða fljótlega

Birna Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Sigurjón Birna mín ég er komin í sára þörf fyrir "viðstadd" minnsta kosti einnar systur minnar og ferlega fínt ef það yrði núna þú

Jónína Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 14:27

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það hefði verið gaman að koma...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 15:04

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það hefði mér þótt vænt um Gunnar

Jónína Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband