....þá á ég afmæli í dag Ég er ekki ein af þessum fýlupokum sem sitja bara úti í horni og bíða eftir því að allir muni eftir afmælinu mínu og verð svo sár og reið ef einhverjum verður á að gleyma því. Miklu sniðugra að minna fólk bara á það með góðum fyrirvara
Ég er svolítið mikið í svona alls konar forvarnaraðgerðum. Ég er sem sagt fimmtug í dag og það var sem mig grunaði, mér líður ekkert öðruvísi en flesta aðra morgna, nema bara miklu betur ! Búin að fá tölvupósta og sms og bloggfærslur og kort og pakka og sólin er meira að segja að koma upp, í tilefni dagsins
Spúsi minn fór auðvitað á fætur á undan og hellti upp á kaffi handa elskunni sinni, í einhverju öðru lífi kannski.... Aldrei dytti mér í hug að kvarta yfir því að hann hefði ekki fært mér morgunmatinn í rúmið, mér finnst nefnilega sóðalegt að borða í rúminu og alger óþarfi nema þá bara á sjúkrahúsi. En hann mundi eftir að óska mér til hamingju með daginn og sagði mér hvað ég væri þreytuleg, hvort það gæti verið aldurinn, það þarf svo að kenna þessum manni sitthvað um konur.... Ég bara nenni ekki að ergja mig á því, svona er hann bara þessi elska...... Ég kem til með að eiga góðan dag í vinnunni og heima og óska ykkur öllum þess sama, í dag sem og alla aðra daga
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn
þetta er ég að syngja afmælissönginn,eða blístra hann
Skemmtu þér
Birna Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 07:50
Ég er að borða vínarbrauð í tilefni dagsins,til hamingju enn og aftur
Erna Evudóttir, 3.10.2007 kl. 08:10
Til hamingju með daginn og njóttu vel. Sem betur fer ertu heima í tilefni dagsins
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:24
Þakka ykku öllum innilega fyrir, þetta lítur út fyrir að verða með betri dögum í lífi mínu hingað til og klukkan ekki einu sinni orðin 10...
Jónína Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 09:57
(Smelltu á stafina)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 15:45
Mér finnst þessi hugmynd um að hlaupa nakin yfir Ráðhústorgið alveg brilljant,ef eg væri Ninna þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um.Ég nota þessa hugmynd þegar ég verð fimmtug
Birna Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 18:00
Innilega til hamingju með afmælið
Kveðja Kidda,
Snædís Harpa 
Birta Rós
Birna Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 18:08
Ninna er örugglega á leiðinni niðrí bæ "as we speak", kemur vonandi í næsta Vikudag
Erna Evudóttir, 3.10.2007 kl. 18:25
Birna Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 19:10
Takk öll þið eruð yndisleg
Jónína Dúadóttir, 4.10.2007 kl. 10:03
Bíddu, bíddu Hjödda mín!!?? Höfum við hlaupið fatalausar yfir Ráðhústorgið???
Jóhanna Pálmadóttir, 4.10.2007 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.