... ég átti samt sem áður alveg yndislegan afmælisdag. Ef öllum hamingjuaugnablikunum sem ég upplifði í gær, væri dreift fram í framtíðina, eitt á dag, þá næðu þau langt fram á næsta ár Þá er ég að tala um allar kveðjurnar, sms-in, tölvupóstana, vefkortin, bloggfærslurnar og athugasemdir, símtölin, kortin, pakkana og heimsóknirnar. Þetta var dásamlegt allt saman og ég er að hugsa um að eiga afmæli oftar á hverju ári, þetta var svo agalega gaman. Að hugsa sér og ég sem varð bara fimmtug, hvernig ætli það verði þá, þegar ég verð hundrað ára ? Það vildi nú enginn ræða það neitt í gær, af einhverjum ástæðum....
Ég fékk meðal annars útilegumann ofan af Eyjabökkum í heimsókn og afmælissönginn í beinni frá Århus í Danmörku. Frétti líka af skvísu í Keflavík sem hafði hugsað sér að mæta, mér að óvörum, en vinnan hennar kom aftan að henni á síðustu stundu, þannig að hún gat ekki komið, en ég tek viljann fyrir verkið. Svo á ég fullt af frábærum ættingjum sem fengu þær furðulegu hugmyndir að flytja til annarra landa á árum áður, greinilega alveg án þess að hugsa nokkuð út í það að við hin, sem urðum eftir á mosaþúfunni, mundum sárlega sakna þeirra og vanta rosalega mikið að hafa þau sem næst okkur, bæði á afmælisdögum sem og öllum hversdögum, en ég elska þau samt upp til hópa
Eigið góðan dag, til hamingju með öll afmælin ykkar á árinu og takk fyrir mig
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú skemmtir þér vel, haltu því áfram
Erna Evudóttir, 4.10.2007 kl. 20:38
Meiri snjó,meiri snjó meiri,nei hef fönn
Birna Dúadóttir, 4.10.2007 kl. 22:05
Jónína Dúadóttir, 4.10.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.