Það er eitthvað rosalega mikið að.....

...í okkar annars ágæta þjóðfélagi, þegar virðist sem eina fjáröflunarleið ríkissjóðs, sé að plokka af bótum öryrkja og ellilífeyrisþega. Það er eins og markmiðið sé, að láta þessa tvo hópa alls ekki hafa það of gott, Guð eða í þessu tilfelli ríkisvaldið, forði þeim nú bara allsnarlega frá því ! Ótalmargt fólk í þeirri ömurlegu aðstöðu að vera annað hvort fatlað eða gamalt, munar um 1000 kall á mánuði og jafnvel minni upphæðir. Og það óhuggulegasta er að gamla fólkið okkar, til dæmis, er löngu búið að vinna fyrir því að fá að hafa það bara sæmilegt í ellinni, en það er eins og sé reynt að koma í veg fyrir það með öllum ráðum. Eftir að pabbi dó þá virðist mamma hafa fengið, í einhverja mánuði, of mikið af lífeyrissjóðnum hans, sem hann var búinn að vinna fyrir alla ævina og borga skatta af, einmitt til þess að þau gætu haft það gott í ellinni. Þegar það svo uppgötvaðist var mánaðaleg útborgun til hennar snarlækkuð svo um munaði og auk þess var hún látin borga töluverða upphæð til baka, í hverjum einasta mánuði í 2 eða 3 ár ! Ég er ekki ein um að finnast að fólkið hjá Tryggingarstofnun sé annaðhvort alls ekki að vinna vinnuna sína eða bara skilji kannski ekkert frekar en aðrir, geðveikislega ruglaða innviði þessa "velferðar"kerfis. Og að láta gamla fólkið svo ofan á allt annað, borga skatt af lífeyrinum sínum, örugglega einu tekjurnar í þessu landi sem eru tvískattaðar. Svo koma hinir og þessir háttsettir pótintátar og halda því fram að það sé ekki "hægt" að gera neitt í þessu en það sé alltaf verið að "reyna" það. Ég skal segja ykkur eitthvað sem er ekki hægt, það er ekki hægt að stoppa vindinn með höndunum, það er ekki hægt að vekja ömmu Jónínu til lífsins, en það ER hægt að hætta að valta yfir gamla fólkið og plokka af því lífsviðurværið. Vilji er allt sem þarf, en hann er bara ekki til staðar þar sem hann þarf að vera, því miður ! Eigið góðan dag og munið að taka lýsið ykkarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Það virðist vera það sama í gangi hérna, algjört rugl, en núna hvísla ég, langar þig nokkuð að vekja ömmu nöfnu þína til lífsins?

Erna Evudóttir, 5.10.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvísl : alls alls alls alls ekki Gott að sumt er bara alls ekki hægt

Jónína Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Unnur R. H.

Ég verð alltaf reið þegar þessi mál koma upp Mamma mín er 85 ára og ef hún væri ekki háð því að búa hjá systir minni veit ég ekki hvernig hún færi að Og nóg er hún búin að vinna um æfina, og ekki bara það, pabbi dó um aldur fram og ,að ég held hafi mamma fengið um 5000 kr í lífeyri eftir hann Við búum við ömurlegar aðstæður fyrir eldri borgara og auðvita líka okkur öryrkjana..Okkur er hengt fyrir að vera heiðarleg..Ég segi bara ULLLA Á RÍKISSTJÓRNINA og alla þessa háttsettu herra sem ÞYKJAST vera gera gott!

Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 16:42

4 identicon

Hæ Ninna og velkomin í hóp fimmtugra.Anna hringdi í mig í gær og sagdi

ad tú hefdir átt afmæli 4/10.Til hamingju med afmælid tó seinnt sé.

Sjáumst vonandi 13 okt.

Kvedja Maja fyrverandi gilbúi

Mæja(innbæingur) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:14

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm þetta er forkastanlegt.mér hefði samt aldrei dottið í hug þessi snilldar ekki hugmynd um ömmuna

Birna Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 18:46

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er pínulítill pakki á leiðinni til þín.Ef hann týnist ekki í Borg Óttans,þá gæti verið að hjólið brotnaði undan hestvagninum,þegar hann ætti eftir svona dagleið til Slow Town,þannig að illa launaði pósturinn myndi bara fara framhjá fjallveginum til þín og henda honum í Hnjósk-ánna.Annars ætti hann,pakkinn að vera kominn á mánudaginn

Birna Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 18:57

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott Hjödda mín

Takk Mæja mín, ég verð að vinna 13. en við getum kannski hist samt sem áður

Og Birna mín takk fyrir hugulsemina í garð póstsins og fyrir að senda mér pakka

Jónína Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband