Ti hamingju með daginn Jóka mín :-)

Hún Jóka litla systir í Jönköping í Svíþjóð, á afmæli í dag. Ef við förum út í smáatriði þá er hún að vísu systurdóttir mín, en við systurnar höfum lengi, lengi haft hana fyrir systir okkar og það virkar mjög vel. Hún átti að verða afmælisgjöfin mín, þarna fyrir ca 30 árum, en það klikkaði nú eitthvað, munar alveg 4 dögum. Það er verulega dásamlegt haustveður hérna núna, glaða sólskin og logn, ekkert hlýtt samt. Ég ætla ekki í kirkju í dag, veit svo sem ekkert af hverju ég er að taka það sérstaklega fram, ég fer aldrei í kirkju nema ég neyðist til þess, en ég ætla að fara smárúnt og skoða gamlan Landrover með spúsa mínum. Ætli við kaupum hann ekki bara í varahluti. Við erum líka búin að  kynnast enskri síðu þar sem er hægt að panta varahluti í Landrover og verðin þar eru ævintýraleg miðað við að kaupa þetta hérna heima. Varan bara hækkar í verði um agalega mörg hundruð prósent við að koma til landsins og vera slengt upp í hillu í íslenskri verslun. Skuggalegt bara..... Ég fékk bróðir og mágkonu í annan í afmæliskaffi í gær og það var rosalega gaman. Í kvöld ætla ég svo að passa litla englapúkann hana Lindu Björgu, svo pabbinn og mamman geti skroppið í bíó eða bara eitthvað sem þau langar til að gera. Eigið virkilega góðan dag í dagSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég fór ekki heldur í kirkju í dag, fór á fótboltamót í staðinn

Erna Evudóttir, 7.10.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

'Eg svaf yfir mig,ætlaði í kirkju,kannski,held ég

Birna Dúadóttir, 7.10.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fer ekki í kirkju...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ekki í kirkju

Birna Dúadóttir, 7.10.2007 kl. 18:52

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

nennti ekki í kirkju, Becca ekki að syngja...

Jóhanna Pálmadóttir, 7.10.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband