Stundum er fattarinn í mér agalega langur. Hitti mann í gær sem sagðist hafa verið að kaupa jörð, í félagi við annan og þeir borguðu 35 kúlur fyrir hana. Ok....hvernig.... kúlur......hvað ? Mér fannst þetta alveg óskiljanlegt, en lét auðvitað ekki á neinu bera langt fram í samræðurnar, náttulega veraldarvön og svo framvegis. En af því að ég er eins og ég er og hef þar að auki ekki græna glóru um hvernig maður verðleggur gras og mold og grjót, þá varð ég að spyrja manninn fyrir rest, hvað hann væri eiginlega að meina ! Hann horfði á mig eins og ég væri einhver fornaldarmaður sem hefði allt í einu dottið inn í hans flotta líf, setti svo upp svona umburðarlyndissvip, þennan sem maður notar á börn og gamalt fólk og sagði, að hann væri að tala um milljónir króna. Nú ..já.. þá skildi ég þetta alveg, þó mér væri gersamlega fyrirmunað að skilja af hverju maðurinn sagði það ekki bara strax. Það var nú ekki eins og hann væri að reyna að leyna upphæðinni.......... Ég verð að reyna að fylgjast betur með.... Eigið góðan dag og vonandi vinnið þið margar kúlur í lottóinu, ef þið eruð þá ekki bara eins og ég og fattið ekki, að maður verður að kaupa miða.....
Flokkur: Bloggar | 8.10.2007 | 07:21 (breytt kl. 07:23) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði nú sjálfsagt ekki fattað strax þetta með kúlur, þetta hét nú bara milljónir í minni æsku
Erna Evudóttir, 8.10.2007 kl. 08:23
Já mig minnti það nú .......
Jónína Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 08:32
hahahahahahahaha... af hverju ætli maður noti orðið kúlur?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.10.2007 kl. 10:46
Balls? Tengja menn þær við peninga á einhvern hátt sem ég sem kona skil ekki?
Erna Evudóttir, 8.10.2007 kl. 11:37
Aha svoleiðis "bollur" nei ég kona, ég ekki skilja
Jónína Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.