Góðan og blessaðan daginn !

Veðrið, mjög íslenskt, vinnan, líka íslenskt og eftirköstin eftir fimmtugsafmælið mitt, eru mér efst í huga þennan morgun. "Eftirköst" er nú kannski ekki rétt orð, en mér dettur bara ekkert annað í hug í augnablikinu.... Tounge Ég er ennþá að fá kveðjur í tilefni hálfrar aldar afmælisins og líka pakka í póstinum og fleiri á leiðinni skilst mér ! Ég fékk tvo stóra pakka frá Birnu systir og afkomendum, hún var búin að gefa út margar yfirlýsingar um "litla pakkann" sem mundi dúkka upp í póstkassanum. Þegar til átti að taka, voru pakkarnir svo stórir að það var varla hægt að ganga um forstofuna þegar pósturinn var búinn að drösla þeim þangað inn ! Bara yndislegt fólk, fólkið mittHeart Lengi vel hefur kvöldvinnan mín verið mjög létt og löðurmannlegt verk, en það er að breytast þessa dagana. Búið að bæta við skjólstæðingum, sem þarf að kíkja til og hjálpa við eitt og annað, þannig að ég er núna að komast í þá skrítnu aðstöðu, að þurfa allt í einu að fara að vinna fyrir kaupinu mínu. Ég er líka búin að fá nýja yfirmanneskju, sem hefur áhuga á því sem ég er að gera, það er alveg nýtt. Það er líka skemmtileg nýbreytni að leggja Ólympíuhugsjónina til hliðar, svona annað slagið, mér finnst þetta nefnilega skemmtileg og gefandi vinnaWink Til að klára upptalninguna í byrjun þessarar færslu, þá er veðrið fínt, það er rigning og frekar kalt, en það er allt í lagi, gæti verið miklu verra ! Eigið góðan dag og klæðið ykkur bara velSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Eins og sagt er í Svíaríki, ekki til neitt slæmt veður bara slæm föt

Erna Evudóttir, 9.10.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hárrétt hjá Svíanum

Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Hvað var svo í "litla"pakkanum frá Birnu og co?

Erna Evudóttir, 9.10.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu heillin það voru tveir blindrammar, málaratrönur, akríllitir, penslar og nammi

Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Það er náttúrulega alveg snilld, hvenær ferðu svo til París og byrjar að mála?  Eða var það bara gert í gamla daga?

Erna Evudóttir, 9.10.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm... París er auðvitað alltaf heillandi, en ekki núna. Ég er samt búin að gera nokkrar skissur þó ég sé bara í Slow town...

Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 19:55

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo er bara að setja upp listamannslúkkið,pant kaupa fyrstu myndina

Birna Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 21:09

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búin að finna hvar ég kaupi spjaldið með gatinu, fer og kaupi það á morgun Sjáum til með kaupin....

Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband