Þessa dagana sé ég rautt...... Ég sé alltaf rautt þegar ég þarf að fara að vinna einhverskonar pappírsvinnu, þess vegna er ég líka með rándýran bókara á launum, af því að ég er ekkert svo mikið fyrir rauða litinn. En ég get því miður ekki sigað bókaragreyinu í alla skapaða hluti, til dæmis ekki að endurnýja leyfið fyrir gistiheimilið mitt. Ég neyðist til að gera það sjálf...... Og þá þarf ég auðvitað að verða mér úti um allar sömu upplýsingarnar og þegar ég gerði þetta síðast og ég sem þoli ekki endurtekningar. Það er nú að vísu ekki svo að ég þurfi að gera þetta í hverri viku, bara á nokkurra ára fresti, en það er nóg handa mér. Spúsi minn ætlaði nú að vísu að sjá um alla pappírsvinnu þegar við byrjuðum í þessum bisness og einu sinni, annan hvern mánuð sér hann alveg um að reikna út virðisaukaskattinn, ekkert mjög hrifinn að vísu, en það er allt í lagi ég er bara einhversstaðar annarsstaðar á meðan. Ég hef það fyrir reglu, að vita helst ekkert sem ég þarf ekki að vita og kunna helst ekkert sem ég þarf ekki að kunna. Og allt í kringum bókhald og allra handanna pappírsvinnu fer svo í mínar fínustu að ég fæ hreinlega grænar bólur á ... æi þið vitið þarna... hér og þar... Ég þarf að skila 5 mismunandi vinnuskýrslum um hver mánaðamót, núna síðast 35 blöð og ég verð að gera það, vegna þess að annars fæ ég ekkert útborgað. Þær skýrslugerðir eru meira en nóg handa mér...... Ég þarf til dæmis að verða mér úti um sakavottorð núna og það stendur í leiðbeiningunum að ég eigi að sækja það til lögreglustjóra. Ég fann hann nú ekki alveg strax, ekki fyrr en ég komst að því að sýslumaðurinn hér í Slow town, er lögreglustjóri í dulbúningi. Jæja, nautið í flaginu ætlar að halda út í éljaganginn og reyna að verða sér út um hreint sakavottorð á 1350 krónur... Eigið góðan dag og verið nú löghlýðin

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
'Eg vona að sakavottorðið hafi ekki verið fullt af syndum
Ég fann gamalt sakavottorð um daginn,síðan ég var 18 ára.Veit ekki hvernig það liti út í dag
Birna Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 12:18
Auðvitað var það tómt, fyrir hvað heldurðu annars að ég hafi verið að borga góða mín
Jónína Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 12:49
Þú meinar að þú hefðir annars þurft að borga meira til að fá það tómt
Erna Evudóttir, 10.10.2007 kl. 15:19
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 18:40
Já það er svo mikið svoleiðis
Jónína Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 21:14
Ég hef alltaf séð hótel og gistihúsarekstur í hillingum. Heppin þú! eða hvað?
Júdas, 11.10.2007 kl. 00:20
Mér finnst ég vera heppin að hafa tækifæri til að vinna við það sem mér finnst gaman að gera, það er ekkert sjálfgefið
Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.