Gærdagurinn er liðinn.........

Sakavottorðið mitt er "tómt". Ég borgaði 1.300 krónur fyrir að fá að vita það, að ég hef ekkert gert af mér um ævina, ekkert sem nær allavega inná sakavottorðið mitt og svo voru þetta nú bara fjórar línur. Auðvitað var það ekki handa mér, heldur handa Sýslumanninum/Lögreglustjóranum frá Lögreglustjóranum/Sýslumanninum. Skrítið kerfi þarna í gangi.... Fyrst fór ég í Héraðsdóm, sem er á fjórðu hæð í húsinu og sótti vottorð um að ég væri bara að sýsla með mínar eigur en ekki annarra, þaðan niður á þriðju hæð og ætlaði að sækja sakavottorðið. Nei, almennilegi maðurinn í afgreiðslunni þar, sagði að ég þyrfti að fara niður á fyrstu hæð til að ná í það. Niðri á fyrstu hæð, spurði ég í leiðinni um fax frá lífeyrissjóðnum, sem ég hafði beðið um að yrði sent til sýslumanns. Konan sem lét mig borga fyrir sönnun sakleysis míns, horfði á mig og sagði að þarna væri ekkert fax, hún leit ekki í kringum sig, hún fór ekkert og gáði, hún bara vissi allt sem gerðist þarna, án þess nokkuð að þurfa að athuga það. Jæja, aftur upp og nú á aðra hæð og þar var lokað, opnum aftur hálf ellefu góða mín, það passaði, ég var að fara í vinnu klukkan tíu... Ég fór aftur upp á þriðju hæð og spurði almennilega manninn í afgreiðslunni, hvar þetta fax gæti verið. Niðri á fyrstu hæð, sagði almennilegi maðurinn í afgreiðslunni á þriðju hæð. Neibb, konan á fyrstu hæð vill ekki gangast við því, sagði ég. Þá tók hann upp símann þarna á þriðju hæð og hringdi niður á fyrstu hæð og þá gáði konan og komst að því að faxið mitt var hjá henni. Aftur niður á fyrstu hæð og sótti faxið. Þarna á fyrstu hæð hitti ég alveg indæliskonu, sem ég þekki og vinnur á þriðju hæð og hún bauðst til að taka fyrir mig alla pappírana og koma þeim til sýslumannsins, á annarri hæð og reyna að sjá til þess að ég fengi leyfið mitt endurnýjað ! Ég þekki bara gott fólk ! En ég veit ekkert strax hvort ég fæ leyfið endurnýjað og lyftan í þessu húsi þarna er skrifli.... Eigið góðan dag og gangi ykkur allt í haginnSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Ninna mín. Ég er soltið sein að óska þér til hamingju með afmælið. Ég mundi samt eftir því, ég man alltaf eftir því:) En það sem ég mundi ekki, var að þú ættir stórafmæli. Og það sem ég mundi enn síður var að þú værir fimmtug, ég get svarið það að ef ég væri ekki orðinn rúmlega þrítug sjálf og Stjáni frændi líka, þá héldi ég að þú hefðir verið að detta í þrítugsaldurinn.... Ok svo hefði maður kannski reiknað og séð að kannski væriru að verða fertug. En ómægod fimmtug. Ojæja þú berð aldurinn vel kæra vinkona:) Allt gott að frétta af mér, á von á þriðja barninu 3. janúar, sjötta barnið okkar Jóseps saman og aldrei lognmolla í kringum okkur:)

Bestu kveðjur úr Reykjavík
Regína

Regína skáfrænka (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elsku rófan mínGaman að heyra frá þér ! Ég skrifaði inn á bloggið þitt smákveðju og ætla að vera duglega að kíkja og fá að fylgjast með. Og veistu, það er aldrei of seint að fá góðar kveðjur frá yndislegum skáfrænkum

Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

og þú hélst ró þinni...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.10.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Einhver, allavega ég hefði EKKI haldið ró minni undir þessum kringumstæðum

Erna Evudóttir, 11.10.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko svona roskin og ráðsett kona eins og ég.........nei sko ef það hefði verið ein hæð í viðbót í þessu andsk..húsi þá...

Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mérnstþúgóð

Birna Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband