Það er töluvert í umræðunni að það þurfi að vera hægt að kaupa léttvín og bjór í matvöruverslunum. Af hverju ? Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess, en ég held það sé samt ekki vegna þess að ég sé orðin gömul og hrædd við breytingar. Hingað til hefur fólk alveg getað orðið sér úti um áfengi, ef það hefur á annað borð langað í það, án þess að það hafi verið staðsett við hliðina á gosdrykkjunum í matvörubúðinni eða hvar svo sem sjoppusálfræðingarnir mundu setja það. Það eina sem ég sé kannski jákvætt við það, (æi þegiðu Pollýanna, smástund... ) er tímasparnaður. Það mundi náttulega tvímælalaust spara tíma, til dæmis á föstudegi, að þurfa ekki að gera helgarinnkaupin, bæði í matvöru- og áfengisverslun. En sjáum nú til, ef fólki finnst það ekki hafa nægan tíma til að fara í báðar búðirnar, þá er því í lófa lagið að sleppa bara annarri þeirra, já... hvað hefur maður svo sem að gera með allt þetta brauð...... Nei, án gríns, ég hef ennþá ekki séð eða heyrt, nein haldbær rök sem ég get fallist á, fyrir því að það sé nauðsynlegt að geta keypt rauðvínið á sama stað og helgarlærið og kannski laugardagsnammið og þar að auki er barnið mitt eða í mínu tilviki frekar barnabarnið mitt, í körfunni líka. Börn og áfengi fara ekki saman, ég fer aldrei ofan af því og léttvín og bjór er áfengi, hvað svo sem hver segir ! Einhvern heyrði ég tala um að það sé brot á almennum mannréttindum að geta ekki gert þetta svona, en er þar nú ekki aðeins of djúpt í árina tekið ? Eigið góðan dag og gangið jákvæð inn í helgina

Flokkur: Bloggar | 12.10.2007 | 07:58 (breytt kl. 09:30) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú en þá eru það líka brot á mannréttindum að ég skuli ekki geta látið klippa hundinn minn um leið og ég fer og kaupi í matinn, stofnum þrýstihóp strax
Erna Evudóttir, 12.10.2007 kl. 09:43
Ójá ég styð þig í því heillin, konan með rakvélina ætti að vera við hliðina á..... hundamatnum ? Af hverju læturðu klippa Ólafsfjarðar-tannburstann ?
Jónína Dúadóttir, 12.10.2007 kl. 12:26
Hippastíllinn fer honum ekki alveg nógu vel, þú veist mér finnst skipta öllu að vera í stíl
Erna Evudóttir, 12.10.2007 kl. 12:35
Þekki forgangsatriðin þín elskan
Ég skil þetta með Ólafsfjarðar-tannbursta-hippastílinn....... hræðilegt......
Jónína Dúadóttir, 12.10.2007 kl. 12:38
Djís ég bara gleymdi að fara í ríkið í dag,ég skal drekka með tannburstanum frá Ólafsfirði,ef hann býður.Hikk,skál
Birna Dúadóttir, 12.10.2007 kl. 18:26
En er þetta ekki bara eins og með mjólkina sem áður var bara seld í mjólkurbúðum og það fór allt upp í loft þegar matvörugeirinn gerði tilkall til þess að selja þessar vörur. Rökin voru þau að þessi vara myndi skemmast, væri allt of viðkvæm og að þetta myndi aldrei ganga upp. Við versluðum líka matvörur í gegnum lúgur fyrir 20 árum síðan því ekki mátti labba um og versla á kvöldin. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær vínið kemur í matvörumarkaðina.
Júdas, 12.10.2007 kl. 19:47
Jú auðvitað er það bara tímaspursmál og ef mig langar þá að kaupa léttvín og bjór og það er til í matvöruversluninni, þá gríp ég það sjálfsagt með mér eins og hinir.
Mér finnst það bara ekki nauðsynlegt og vildi fá að sjá þingmennina okkar fjalla um alvarlegri mál að mínu mati.....
Jónína Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.