Úrræðaleysið.....

Sumir skjólstæðingar mínir, sem ég lít inn til á kvöldin, eru utan kerfis... Fötlun þeirra, andleg og líkamleg, er þannig að það eru ekki til nein úrræði fyrir þá í þjóðfélaginu okkar. Það er með öðrum orðum, ekki pláss fyrir þá hérna með okkur hinum, sem teljumst heilbrigð og getum bjargað okkur sjálf að flestöllu leiti. Þeir eru á biðlista, var eina svarið sem ég fékk, þegar ég fór að grennslast fyrir um hvers vegna í ósköpunum ekki væri gert fyrir þá, það sem þarf. Ok, á biðlista hvar ? Já... það er ekki svo gott að segja.. það er verið að reyna að finna eitthvað handa þeim... Þeir sem ég tala um búa einir og fá hjálp við að þrífa og fá heimsendan mat og svo heimsóknir nokkrum sinnum á dag, fer eftir... hverju ? Líkamlegum þörfum þeirra er sæmilega sinnt, en ekki þeim andlegu, það er bara eins og einhverju sé hent í þá og svo eru þeir á biðlista eftir því, sem enginn veit hvað er eða hvar. Það er ekkert nóg fyrir þá að ég komi einu sinni til tvisvar á kvöldi og bulli einhverja vitleysu, þeir vilja ekkert að ég fari, þeir vilja að ég sé þarna alltaf, af því að raddirnar eru svo andstyggilegar og það er svo vont að vera einn...... Ég er alltaf að leita að manneskjunni sem ræður þessu, sem getur sett upp úrræði fyrir þá, sem tekur af skarið og gerir eitthvað sem skiptir máli. Það eru haldnir fundir og það eru settar á stofn nefndir og það er skeggrætt og spekúlerað, en þessum blessuðum mönnum líður alveg jafnilla samt og eru alveg jafnmikið út úr eftir sem áður.... Þetta er dapurleg færsla, en þetta er líka dapurlegt líf fyrir þessa einstaklinga og það dapurlegasta af öllu dapurlegu, finnst mér að geta ekkert gert til að hjálpa þeim....... Eigið góðan dag og ekki vera svona döpur... Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta er helv... óréttlæti allt saman.Og fólkið sem situr í nefndunum,fær borgað fyrir að finna ekki neitt út úr málunum.

Birna Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm góð viðbót....

Jónína Dúadóttir, 13.10.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fólk má borga en helst ekki kosta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Júdas

Það er alltaf dapurlegt að heyra svona og maður veit eiginlega ekki hvar á að byrja í þessum pakka til að málin leysist.   Það er ekki nóg að vitneskjan um það hvað aðrir hafi það slæmt geri mann þakklátan fyrir það hvað maður hefur það gott sjálfur þótt þakklæti og meðvitund sé af hinu góða.  Það hjálpar ekki þessu fólki sem býr við þessar aðstæður, aðstæður sem hæglega gætu hitt mann á förnum vegi velgengninnar og breytt öllu.

Júdas, 13.10.2007 kl. 15:32

5 Smámynd: Unnur R. H.

Ninna mín ég er svo ofsalega sammála þér í þessum málum....

Unnur R. H., 13.10.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband