Ég varð fimmtug um daginn og fór létt með það. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig mér ætti að líða yfir því, nema þá bara vel og svo er annað, ég geri mér heldur ekki grein fyrir því hvort ég lít út fyrir að vera fimmtug eða ekki. Það er nefnilega enginn vandi að fiska út hól í þá áttina. Ég segi einfaldlega að ég sé fimmtug og þá segir fólk : Nehei, ég hefði getað svarið að þú værir fertug eða : jeminn eini, ég hélt þú værir miklu yngri. Mér finnst þetta alveg svakalega yndislegt, þó ég hafi ekki grænan grun um hvort verið er að meina þetta í alvöru eða ekki. En vitiði, mér er bara alveg sama hvort er... í báðum tilvikum gleður þetta mig. Ef er verið að meina þetta og ég lít út fyrir að vera yngri en ég er, þá er það nú alls ekki leiðinlegt, en þó ég líti ekkert út fyrir að vera yngri en aldurinn segir til um, þá er bara verið að gleðja mig og það er alltaf svo notalegt. Ef ég ætla nú að fá úr þessu skorið, með óyggjandi hætti, þá segi ég ekki hvað ég er gömul, heldur spyr fólk hvað það haldi að ég sé gömul, það er miklu meira að marka. Málið er að ég hef líka gert þetta á þann veginn og þá fæ ég sömu svör. Ég held nú alltaf að brosmilt fólk sé miklu yngra en fæðingarár þess segir til um og mig rennir grun í að það sé leyndarmálið á bak við unglegt útlit, brostu við heiminum og þá á heimurinn það til að brosa við þér...... Eftir því sem ég best veit, þá lifi ég bara einu sinni og ætla að láta mér líða vel með því og ég er búin að fá margar sannanir fyrir því að það er sko líka líf eftir fimmtugt ! Eigið góðan dag og gangið brosandi inn í sunnudaginn

Flokkur: Bloggar | 14.10.2007 | 08:49 (breytt kl. 09:19) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kúl, ég hélt nefnilega einusinni að það væri ekki til neitt líf eftir fertugt en veit núna að það er til, gott að vita þetta með eftir fimmtugt líka
Erna Evudóttir, 14.10.2007 kl. 11:11
Segi sama og Erna: Gott að vita að það sé líf eftir fimmtugt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.10.2007 kl. 11:25
Sko ég veit það fyrir víst að það er til líf eftir jólin,barneignir,Beibið,verksmiðjurnar á Akureyri,Kassagerðina,Sveinbjörn(eða nei)Lilla minn í Lundi.Alla vega,þú ert sætust og þetta er mikið rétt með brosið,ef þú smælar framan í heiminn....
Birna Dúadóttir, 14.10.2007 kl. 11:47
Menn skrökva auðvitað hægi vinstri af kurteisi ekki satt. Mér hefur þótt ég gamall alveg frá ca25 ára aldri og veit ekki afhverju.
Júdas, 14.10.2007 kl. 20:45
Spurning um viðhorf til lífsins og tilverunnar.........
Jónína Dúadóttir, 14.10.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.