Það snjóaði.....

......hér í nótt. Það er svakalega fallegt að sjá úti, við erum með gömlu timburljósastaurana hérna uppfrá, með gulu perunum og það kemur skemmtilega út í myrkrinu. Ég kann alveg að meta fegurðina í þessu, þó ég kunni ekkert sérstaklega vel við snjóinn sjálfan. Örugglega hefur mér fundist gaman að snjónum þegar ég var krakki, svona eins og gengur og gerist með börn, en það virðast vera margir mannsaldrar síðan. Það hefur ekkert með aðstæður að gera, ég á fullt að hlýjum fötum og gott hús og fínan jeppa, mér finnst snjór bara óþarfiCoolAnnars er húsmóðirin í mér að stinga upp hausnum þessa dagana, ég ætla að fara að taka slátur. Bara að finna góðan dag í vikunni, þegar tengdadóttir mín, hún Andrea, getur verið með mér í því. Það ætti að vísu ekki að heita að taka "slátur" í mínu tilviki, ætti að heita að taka "lifrarpylsu". Ég bý sko ekki til úr blóðinu, það hefur samt ekkert með trú að gera, mér finnst bara blóðmör ekkert góð/ur. Spúsi minn hefur hjálpað mér í slátrum undanfarin ár, en núna er hann á kafi í Landrover-"makeover", svo ég ætla að láta hann í friði þetta árið. Það er engin kvöldvinna hjá mér þessa vikuna og þá hef ég enga gilda afsökun fyrir því að gera ekki neitt, hérna heima. Stundum furðulegur þessi prentvillupúki hérna, núna strikar hann undir með rauðu öll orðin hérna, sem enda á -ur.Tounge Eigið góðan dag og passið ykkur á hálkunniSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Vá, slátur, gott...senda mér!!!  EEEEElska lifrapylsu!!!
Stelpurnar fengu sendinguna frá þér í dag, gerði gífurlega lukku!!! Becca hafði ekki alveg tíma til að skoða bókina almennilega, var að fara út að hjóla, en þetta kom sér svakalega vel fyrir litlu skutluna sem var að fá þær fréttir í dag að hún verður að vera heima þessa vikuna líka af því að hún er vísst með lungnabólgu litla skinnið...svo þá gat hún kúrt uppí sófa og horft á Latabæ á íslensku, alveg svakalega ánægð!!! Við þökkum kærlega fyrir okkur!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 15.10.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er ekki að spyrja að Jónínu

Birna Dúadóttir, 15.10.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Sendir gjafir til útlanda með annari hendinni og tekur slátur með hinni og gerir svo engla í snjóinn þegar enginn sér til

Erna Evudóttir, 15.10.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi litla skinnið kysstu hana frá mér og auðvitað Beccu líka, Jóka mín.

Hvað.... stelpur, ekkert þoddn núna ? Sem er allt í lagi, ég er nefnilega búin að gera heilan helling af akkúrat alls engu í dag

Jónína Dúadóttir, 15.10.2007 kl. 20:25

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Þoddn,þoddn,þoddn

Erna Evudóttir, 15.10.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband