Í gærmorgun var ég næstum því veðurteppt hérna uppi í fjallinu.... Ekki vegna þess að það var svo vont veður og ekki heldur vegna þess að það var ófært, heldur vegna þess að það var svo andsk... kalt ! Mér datt fyllilega í hug að fara bara ekkert í vinnuna, þegar norðan nepjan skall í fangið á mér, á leiðinni út í bíl og ég er að tala um alla 5 metrana að bílnum
Nú á ég fullt af hlýjum fötum, kuldastígvél, þykkar peysur, trefla, hanska og vettlinga, ekki samt húfu, ég nota ekki húfu. En það að eiga öll þessi hlýju föt, hefur ekkert að segja, ef ég nota þau svo bara alls ekki ! Líkt og að kaupa ekki Lottómiða og skilja svo ekkert í því að ég skuli aldrei fá vinning... Það er líka andsk... kalt úti núna, en nú er ég að hugsa um að breyta alveg til og fara út og setja bílinn í gang, nokkru áður en ég þarf að fara að leggja af stað í vinnuna og fara í kuldastígvélin og þykka peysu og setja hanskana á hendurnar á mér, en ekki bara geyma þá í körfunni inni í forstofu og kvarta svo yfir kuldanum úti. Leggja til hliðar afneitunina á veturinn og taka í staðinn upp skynsamlegan klæðaburð, sem hentar veðurfarinu !
Ég sá í gær fyrirsögn á einu blogginu, sem vakti upp minningar úr bernsku, "það kostar klof að ríða röftum". Ég gleymi því aldrei, þegar ég heyrði mömmu segja þetta fyrst og mér ofbauð svo gjörsamlega hvað hún mamma mín gat verið dónaleg ! Ég skyldi bara ekkert í þessu og aumingja mamma átti í mesta basli við að reyna útskýra þetta fyrir mér og að þetta væri alls ekki meint sem neinn dónaskapur, þetta væri gamalt máltæki. Þarna á tímabili hafði ég svo varan á mér gagnvart öllu sem var gamalt.... Eigið góðan dag og munið sænska máltækið sem segir : það er ekki til vont veður, bara vond föt !



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nota ekki heldur húfu, veit ekki alveg afhverju, það bara virkar ekki! Þetta máltæki er nú soldið dónalegt eiginlega
Erna Evudóttir, 17.10.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.