Las nefnilega einhversstaðar á blogginu að einhver, sagðist alveg þekkja samkynhneigt fólk og "það er allt hið vænsta fólk" tók hann fram alveg sérstaklega. Það kallar á tvær spurningar hjá mér : "Af hverju skyldi það ekki vera gott fólk ?" og líka : "Af hverju skyldi það endilega vera gott fólk ?" Hvort manneskja er góð eða ekki hefur fj.....kornið ekkert með kynhneigð að gera. Ef ég er að spyrja hvernig einhver manneskja er og fæ svarið hann/hún er samkynhneigð/ur...nú já það segir auðvitað allt sem þarf um viðkomandi... eða bara alls ekki ! Það væri þá alveg eins hægt að lýsa persónu fyrir mér, með því að segja hvaða tegund af bíl hann/hún ekur
Annars er spurning dagsins samt eiginlega frekar þessi : Hvað í ósköpunum er "fljótandi parkett" ? Ég er aldrei þessu vant að hlusta á útvarp, geri ekki mikið af því, en þar er verslun að auglýsa "fljótandi parkett". Mér dettur nú ýmislegt í hug, en líklega ekkert af viti...
Hér í Slow town er núna sunnan sperringur,(lesist: vindur) og 12 stiga hiti, í gær komst hitinn upp í 16 stig, um miðjan október. Mætti alveg spara þetta bara þangað til næsta sumar og hafa þá bara kalt núna... Verkefni þessa ágæta laugardags er að "skipta um skít" í þessari íbúð hérna. Ég sagði þetta einhverju sinni, þegar litlu gaurarnir mínir, dóttursynir spúsa míns, komu hér og ég var að myndast við að þrífa og þeir horfðu á mig og skyldu auðvitað ekkert hvað ég var að bulla... Ég setti mig þá í virðulegu stellingarnar og sagðist vera að þrífa, einn þeirra leit á mig alvarlegum barnsaugum og spurði : "Nú, af hverju segir þú það þá ekki bara ?" Úps... Þau ná manni alltaf einhvernvegin....
Eigið góðan dag í allan dag




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Asskoti skemmtilegur pistill hjá þér og hittir beint í mark.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 14:11
Ég þoli ekki parkett, er með svoleiðis ósóma út um alla íbúð
, kannski væri það skárra ef það væri fljótandi
Erna Evudóttir, 20.10.2007 kl. 14:18
Fljótandi parkett gæti verið fyrir þau sem hafa ekki efni á sundlaug?
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 16:57
Vildi frekar hafa sundlaug en parkett
Erna Evudóttir, 20.10.2007 kl. 17:43
Mér líkar vel við parkettið mitt og vil helst ekki hafa það fljótandi...gæti orðið sjóveik... En ég get alveg hugsað mér að eiga líka sundlaug
Jónína Dúadóttir, 20.10.2007 kl. 18:11
Þú hefur alveg pláss fyrir sundlaug í garðinum
Erna Evudóttir, 20.10.2007 kl. 20:51
Eigðu gott kvöld Hjödda mín
Jónína Dúadóttir, 20.10.2007 kl. 21:56
Ja hérna, er tvíkynhneigt fólk þá kannski líka hið vænsta fólk ? Ég bara spyr
............í spaugi. Fljótandi parket er parket sem ekki er límt niður á gólfið heldur lagt ofan á mottu og límt saman. þannig flýtur það á gólfinu.
Júdas, 21.10.2007 kl. 09:37
Gagnkynhneigt fólk er víst líka hið vænsta fólk - las það örugglega einhversstaðar
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 10:33
Þið eruð æðisleg
Jónína Dúadóttir, 21.10.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.