Fyrir skömmu, byrjaði nýr yfirmaður í vinnunni hjá mér og það er gott og blessað. Vinnan mín er þess eðlis, að ég vinn mest ein, líkist eiginlega meira svona verktakavinnu. Ég ræð mikið til mínum tíma sjálf og þarf að bera alla ábyrgð á því sem ég geri og svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég ræð mjög vel við það og finnst fínt að vinna ein, en á móti kemur, að ég hef ekki haft neinn til að tala við um það sem gerist, vegna þess að hingað til hefur enginn haft neinn sérstakan áhuga á því sem ég hef verið að gera. "Þú reddar þessu" og "þú ræður alveg við þetta" og "þetta er nú bara vinnan" eru svör sem ég fékk æði oft, á meðan ég hafði fyrir því að vera eitthvað að leita ráða eða reyna að ræða málin. Auðvitað hef ég reddað því og ráðið við það, en svo hefur ýmislegt komið upp á sem mér hefur fundist erfitt, "fólkið mitt"( lesist: skjólstæðingarnir) veikist, slasast og deyr jafnvel, yfirleitt ekki í höndunum á mér, en það hefur stundum legið við... Nýi yfirmaðurinn er svo áhugasöm um vinnuna mína, að ég var næstum því búin að spyrja hana um daginn, hvað henni kæmi þetta eiginlega við! Þetta er alveg nýtt og ég er auðvitað fyrir löngu síðan, orðin að heimaríkum hundi í þessari vinnu. Svo verður nú líka að segjast eins og er, að ég læt yfirleitt ekkert vel að stjórn og ennfremur, að ég rekst mjög illa í hóp... En allt um það, mér líkar vel við nýja yfirmanninn minn og hún er alveg með það á hreinu, hvernig best er að koma fram við svona skass eins og mig og mér finnst fínt að fleiri en bara ég, hafi áhuga á því hvernig mér gengur í vinnunni ! Eigið virkilega góðan og innihaldsríkan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú meinar að nýji yfirmaðurinn vinni vinnuna sína og hafi þar fyrir utan áhuga á því sem er að ske! Vá maður verður næstum því myrkfælinn
Erna Evudóttir, 21.10.2007 kl. 14:19
Já fannst þú fyrir einhverju svoleiðis líka ?
Jónína Dúadóttir, 21.10.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.