Ég veit alveg hvernig hljóðið í vekjaraklukkunni í símanum mínum er... ekki vegna þess að hún fær að hringja á mig morgnana... neibb, hún hringir klukkan 9 á kvöldin... svo ég muni eftir að stimpla mig út úr kvöldvinnunni... í símanum. Ég vakna alltaf án þessa hljóðs, sem er nú svo sem ekkert verra en öll önnur hljóð, ég vil bara ekki láta eitthvað pínulítið rafhlöðuknúið fyrirbæri, vekja mig á morgnana. Ég vil stjórna því sjálf og stilli þar af leiðandi aldrei klukkuna Klukka á nefnilega bara að minna mig á hvenær ég þarf að fara að vinna og hætta að vinna og mæta einhverstaðar, þar sem ég hef pantað mér tíma. Ekki hvenær ég á að vakna og sofna og ekki heldur hvenær ég á að borða. Ég vakna líka klukkan hálf sex eða sjö um helgar sem og aðra daga, ég nefnilega vakna barasta alltaf, þegar ég er búin að sofa....
Og ég get ekkert haldið áfram að sofa þó svo að klukkan sýni að það sé, að flestra annarra mati, óguðlega snemmt og ég viti ósköp vel að það er frí í vinnunni. Ég hef ekki gengið með armbandsúr í mörg ár, keypti mér samt eitt mjög flott, í Gautaborg í haust og það fer rosalega vel á náttborðinu mínu... Þetta er örugglega einhver vöntun á hæfileika..... held ég.... að geta ekki bara litið á klukkuna á sunnudagsmorgni, algjörlega útsofin, séð að hún er bara hálf sjö eða eitthvað og ákveðið að núna ætla ég að halda áfram að sofa í einhvern X tíma og svo bara sofna.... virkar ekki... Og ekki misskilja mig, ég er oft búin að prófa það, en, nei.... Eigið góðan dag í dag og vonandi eruð þið öll vöknuð, en ekki bara komin á fætur
Flokkur: Bloggar | 22.10.2007 | 07:59 (breytt kl. 08:03) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko ég vaknaði hálftíma of seint í morgun en enginn kom of seint samt, tekur krakkana bara 5 mínútur að labba í skólann svo allir gátu fengið sér morgunmat og alles og ekkert geysilegt stress! Ég ætla bara að sofa þegar ég er orðin gömul, hef að vísu heyrt að gamalt fólk eigi oft erfitt með að sofa, ég á erfitt með að finna tíma til að sofa
Erna Evudóttir, 22.10.2007 kl. 08:43
Þú getur nú sofið milli 10.30 og hálf ellefu þegar þú heldur heimili með 5 börn og slatta af öðrum húsdýrum, vinnur úti og ert líka í skóla....
Bara alltaf sofandi
Jónína Dúadóttir, 22.10.2007 kl. 08:53
Er svona ónormal eins og þú, vakna bara þegar ég er búin að sofa. Híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:29
Það er alltaf gott að vita að maður er ekki einn....
Jónína Dúadóttir, 22.10.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.