Skellurinn....

Fyrstu tvö ár og einn dag ævi sinnar, svaf yngsta barnið mitt, drengur, aldrei meira en fjóra tíma í einu og þar af leiðandi ég ekki heldur. Hálftíma dúr í einu, úti í vagninum, var algert met. Dóttir mín, þá 5 og hálfsárs átti tvær vinkonur á næsta bæ og þær fengu oft að labba á milli og heimsækja hvor aðra, það var stutt að fara. Einn daginn fór mín á móti vinkonunum og litli bróðir var nýsofnaður úti í vagni á tröppunum, þannig að ég bað hana um, að þær reyndu nú að fara svolítið hljóðlega þegar þær kæmu til baka, svo krílið mundi ekki hrökkva upp. Ég get svo svarið það að þær byrjuðu að læðast langt frá bænum og voru svo samviskusamar þessar elskur, að ég fékk tár í augun. Ég held þær hafi ekki einu sinni andað síðustu metrana, læddust ofurvarlega að húsinu, pössuðu sig á að það marraði ekki í mölinni, svifu eins og litlir álfar upp tröppurnar, opnuðu hurðina alveg hljóðlaust, smugu inn fyrir..... og skelltu svo fast á eftir sér ! Það var auðvitað eins og við manninn mælt, litla dýrið vaknaði með orgum og sofnaði ekkert á næstunni. Það var ekki nokkur leið  að skamma þær fyrir þetta, það var svo yndislegt að fylgjast með þeim vanda sig svona mikið.  Morguninn eftir tveggja ára afmæli stubbsins, vaknaði ég vegna þess að mér var svo illt í bakinu enda klukkan orðin átta að morgni og ég hafði ekki legið svona agalega lengi í rúminu í heil tvö ár, við tvö höfðum farið að sofa um miðnættið eins og venjulega. Hann svaf eins og lítill engill í rúminu sínu, en ég var alveg viss um að hann væri dáinn og hentist á fætur og reif hann upp með látum... Aumingja litla barnið mitt var bara sofandi og skildi ekkert í þessu.... Eftir þetta svaf hann yfirleitt 8 tíma á hverri nóttu, en það tók mig langan tíma að venjast því og ég vaknaði sjálf alltaf á 4 tíma fresti, mér var svo illt í bakinu.... Í dag er þessi elska 21 árs og vinnur næturvinnu og líkar það vel ! Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Skrítið að maður skuli ekki gera einhverjum eitthvað undir svona kringumstæðum, fólk hefur nú drepið mann og annan undir minna álagi en þessu kannski er það bara kurteisin sem okkur er í blóð borin sem hefur þá kannski bjargað mannslífum, sem er gott

Erna Evudóttir, 23.10.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð skilgreining systir góð, "vér erum ekki morðingjar" vegna þess hvað við erum yfirmáta kurteis....... I love it

Jónína Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Við í okkar fjölskyldu drepum ekki fólk, núorðið allavega, kom fyrir á öldum áður en ...............................

Erna Evudóttir, 23.10.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jahh hvenær drepur maður mann

Birna Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

...og hvenær drepur maður ekki mann

Jónína Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband