Nú veit ég satt að segja ekkert hvað ég á til bragðs að taka...... Las um "jólagjöfina í ár" í pistlum hjá Jenný Önnu og er strax komin í alvarleg vandræði með, hvað spúsi minn á nú að gefa mér í jólagjöf. Það er að segja ef við eigum að teljast menn með mönnum... Stærri demantar en í fyrra, það er jólagjöfin í ár !?! Hvað á hann að gera núna, hann sem gaf mér alls engan demant í fyrra og getur þar af leiðandi ekki gefið mér stærri og mig langar ekki heldur í gylltan síma.... hef aldrei verið mikið gefin fyrir gull, meira silfuraðdáandi... og á líka mjög góðan síma. Þó ég geti átt það á hættu að vera talin hreint ótrúlega hallærisleg, þá ætla ég að segja frá því hér og nú, að mig hefur aldrei langað til að eiga demanta. Skil ekki tilganginn með þeim, nema það sé bara til að ganga í augun á öðrum og hreykja sér eitthvað. Ef ég fengi demant að gjöf mundi ég selja hann og kaupa mér eitthvað fallegt og eyða svo afganginum í vitleysu. Demantar, sem spúsi minn mundi kaupa handa mér, ef hann væri nú svo vitlaus að gera það, yrðu líklega svo litlir að þeir sæjust varla og til þess að allir mundu nú gera sér fulla grein fyrir því hversu dýra, næstum því ósýnilega, steina ég væri að hengja á mig, þá yrði verðmiðinn að fá að vera hangandi á djásninu.... og það er ekki smart. Ég þekki til á heimili, þar sem fólkið á heilan helling af rándýru gylltu jólaskrauti frá einhverjum þekktum hönnuði, sem ég man auðvitað ekkert hvað heitir og svona til öryggis, fyrir fávísa bjálfa eins og mig sem bera ekkert skynbragð á verðmætin, eru verðmiðarnir ennþá hangandi á ! Ég sá alveg eins jólaskraut í Rúmfatalagernum, bara um það bil 1000 sinnum ódýrara....... Gangið nú glöð inn í góðan dag og munið að nota öryggisbeltin í umferðinni

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko ég vil ennþá fá heftibyssu í jólagjöf, hef ekki óskað mér neins árum saman þangað til í fyrra og vildi þá fá heftibyssu en fékk enga, ætli fólkið mitt hafi haldið að ég væri að grínast?
Erna Evudóttir, 25.10.2007 kl. 08:13
Elsku Erna mín við héldum ekkert að þú værir að grínast, bara tímdi enginn að kaupa hana handa þér
En við lögum það núna, vitandi það að það er ljótt að vera nískur á jólunum, ss demantar og svo framvegis...
Jónína Dúadóttir, 25.10.2007 kl. 08:37
Ok skil núna, gott að ég var amk tekin allvarlega
Erna Evudóttir, 25.10.2007 kl. 11:22
Viltu kannski gyllta heftibyssu með demöntum þá?
Jóhanna Pálmadóttir, 25.10.2007 kl. 12:30
Æææ, nú finn ég ennþá meira fyrir nískupúkanum í mér, heldur en í fyrra
Jónína Dúadóttir, 25.10.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.