Hvor skyldi nú vera heimskari...

... sá sem fæðist með dökka húð eða sá sem heldur því fram að húðliturinn einn og sér, stjórni gáfnafari, sjálfkrafa ? Það er mikið í tísku og hefur lengi verið, að við sem erum fædd með hvíta húð,  leggjum töluvert á okkur til þess að fá brúna húð. Við liggjum í ljósabekkjum og förum í brúnkuklefa, eyðum bæði tíma og peningum, í að fá sem dekkstan brúnan lit á húðina. Og svo er mikið dáðst að þeim sem eru brúnir og fallegir og heilbrigðir. Og svo hvað... Verða þeir/þær þá ekki sjálfkrafa heimsk og vitlaus, af því að þau eru dökk á hörund ? Mér datt þetta rétt si svona í hug...... Níutíu og tveggja ára gamall maður spurði mig í gærkvöldi, hvort ég vissi af hverjum og af hverju, sturtan hefði verið fundin upp. Það var nú fátt um svör hjá mér, aldrei pælt neitt í því, bara notið þess að hafa sturtu... Jú, sagði sá gamli hróðugur, Ameríkaninn fann upp sturtuna, af því að það var svo vond lykt af svertingjunum..... Æi kallhálfvitinn, byrjaði hann nú enn einu sinni... Þarna upphófst auðvitað hið argasta þras, ég gleypi ekki alveg allt hrátt. Ég á það nú samt til, að sjá í gegnum fingur við fjörgamalt fólk, með kynþáttafordóma, það er að verða svolítið seint í rassinn gripið að ætla að fara að reyna að snúa því við héðan af. En að ungt upplýst fólk árið 2007, skuli vera með kynþáttafordóma, það fatta ég ekkiWoundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Auðvitað!  Ekki hafði mér dottið þetta í hug með sturtuna. 

Júdas, 26.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband