Einu sinni átti ég bara eitt barn, son. Vá, hvað ég man langt aftur í tímann, þessi sonur er núna að verða 31 árs, kvæntur í 7 ár og faðir í 2 ár.... duglegur og yndislegur náungi
Jæja, en þegar hann var lítill, þá vorum við oftast um helgar, hjá tengdaforeldrum mínum í sveitinni, sérstaklega þó á sumrin. Og af því að hann svaf ennþá í úti vagni eftir hádegið, þá lá í hlutarins eðli að ég var ekkert úti á túni í heyskap rétt á meðan hann svaf. Þá átti ég það til að líta í bók eða grípa í prjónana mína, búin að ganga frá eftir hádegismatinn á bænum og kannski hengja út og eitthvað svoleiðis, sem tengdamamma hefði þá annars þurft að gera, áður en hún fór líka út í heyskapinn með hinum. Ef það álpaðist svo einhver inn, af föðurfólki sonar míns og sá mig vera að lesa eða prjóna, af því að það var ekkert annað fyrir mig að gera, rétt á meðan barnið svaf, þá fór allt í háaloft ! Það taldist nefnilega mjög alvarlegur og allt að því bara refsiverður glæpur, að taka sér bók eða prjóna í hönd, um : HÁBJARGRÆÐISTÍMANN
Það virtist ekki skipta neinu máli, hvað annað ég gerði, hvort það var til gagns eða jafnvel til ógagns, bara ekki bók eða einhverja handavinnu ! Þarna um HÁ- helv.. bjargræðistímann ! Og hafðu það þú þarna litla heimska, lata kaupstaðarstelpa, malbiksbarn, borgarbarn, yfirstéttarbjálfi og eitthvað fleira svona lítið og sætt..... Og því miður þá var það ekki bara fullorðna fólkið sem lét svona, það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Það ætti einhver að reyna að koma svona fram við mig í dag
En þarna var ég bara 19 ára, hálfgerður krakki og hafði aldrei kynnst svona framkomu, vissi ekki einu sinni að hún væri til og að því leiti, get ég viðurkennt smá heimsku eða líklega frekar reynsluleysi.... Það gekk ýmislegt fleira á þarna í sveitinni, sem ég vissi bara alls ekki að væri til, þekkti ekki merkin og kunni þar af leiðandi ekki að takast á við, þegar ég rakst á það..... Stundum vildi ég óska, að ég gæti snúið til baka þangað og gert eitthvað í sumum málunum, drepið mann og annan eða fleiri jafnvel.... En, sjáið nú til, einhversstaðar stendur skrifað, að glæpurinn nái í rassg... á glæpamanninum fyrir rest... eða eitthvað svoleiðis og ég ætla bara að treysta því. En, njótið þess að það er kominn föstudagur og gangið heil inn í helgina





Flokkur: Bloggar | 26.10.2007 | 07:54 (breytt kl. 13:01) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkúrat, what goes around comes around, það er gott að vita af því stundum, afþví að helv kurteisin gerir manni allsekki kleift að drepa neinn því miður
Erna Evudóttir, 27.10.2007 kl. 07:42
Þið systur eruð skæruliðar og ég fíla það í botn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.10.2007 kl. 11:21
Jamm þarna norðan hnífapara,á há-helv-bjargræðistímanum,þetta var nú ekki alveg í lagi þetta hyski.Það væri gaman að hitta fyrir sama móral í dag.Hmm jarða kvikindin
Birna Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 11:34
Já takk fyrir það, en við erum svona kurteisir skæruliðar og drepum ekki fólk , við bara jörðum það.... kurteislega......
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 11:53
Eitthvað uppeldislegt,pabbi var jú ríkisstarfsmaður
Birna Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 12:14
Auðvitað þarna kom hún loksins, skýringin sem ég er búin að vera að leita og leita og leita og leita að......
Hann var svona kurteis ríkisstarfsmaður
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 12:32
Jamm ríkisstarfsmaður af guðs náð
Birna Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 12:38
Alveg sammála þarna, maður jarðar að sjálfsögðu fólk kurteislega, sérstaklega ef pabbi manns er ríkisstarfsmaður, þetta segir sig eiginlega sjálft
Erna Evudóttir, 27.10.2007 kl. 16:14
Að við skyldum ekki vera búnar að finna þetta út fyrr, en svo lengi lærir sem lifir eða lifir sem lærir....
Jæja man það ekki, farin í vinnuna
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.