Þetta er auglýsing frá "24 stundir", blaðinu sem hét fyrir stuttu síðan bara "Blaðið". Að vísu hef ég ekki séð nafnið mitt í þessari auglýsingu frá þeim, enn sem komið er.... Ninna ætlar að strauja í dag og það er sko frétt, vegna þess að ég strauja alls ekki ef ég get með einhverjum ráðum, komið mér hjá því. Ég á bara einn dúk, jóladúk og hann er straufrír og spúsi minn á eina spariskyrtu, með íslenska búningnum og hún dettur nú alltaf "dauðóvart" með í hreinsunina, um leið og fötin. Nei sko, ég er að fara að strauja risastofugardínur, sem ég á ekki sjálf. Ein "gamlan mín" alveg yndisleg manneskja, verður níræð í næsta mánuði og ég gef henni í afmælisgjöf, að þvo og strauja fyrir hana, stofugardínurnar hennar. Okkur finnst það báðum alveg stórhöfðingleg gjöf, en ástæður okkar fyrir því áliti, eru alls ekki þær sömu. Henni finnst þetta svo frábært, vegna þess að hún sér ekki til við að gera þetta, þvottavélin hennar er í Barbýstærð og hún á í veseni með að koma gardínum í hreinsun. Svo eru þær líka orðnar svo gamlar og slitnar, að þær mundu trúlega leysast upp í frumeindir sínar í hreinsuninni. Mér finnst þetta svo frábært hjá mér, af því að ég hef andlegt ofnæmi fyrir strau-ingum og það er stranglega bannað að segja hinum "gömlunum mínum" frá þessu ! Það er tvennt, sem ég reyni af öllu afli að koma mér hjá að gera í vinnunni minni, að strauja og setja rúllur í hárið á dömunum, segist ekki kunna það, en það er lygi, mér finnst það bara svo ömurlega leiðinlegt... Megi þessi fíni mánudagur verða sá besti í lífi ykkar hingað til

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jaha svo þú ert með svona dulinn hæfileika, þú kannt að setja rúllur í hárið á konum, þetta vissi ég ekki
Þetta er bara eitt enn sem bara þú fékkst í vöggugjöf, ekki kunnum við hin þetta, hmm kannski Ívar veit ekki alveg
Erna Evudóttir, 29.10.2007 kl. 09:12
Ég er viss um að Ívar kann það, hef alla trú á honum
Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 09:14
Sko ég heimta rúllur í hárið þegar ég kem norður næst,ekki spurning.Svo verður það þannig að mér finnst ég ekki vera lent á Ak ,nema hafa fengið rúllur hjá Ninnu,svona bara í framtíðinni
Birna Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 17:30
Komdu þá !!!
Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.