Ekki sama hvort það er upp eða niður...

Nú er kominn snjór og ekki bara uppi í fjallinu hjá okkur. Ég var að pirra mig á því þegar ég kom fram í morgun, þangað til ég áttaði mig á að ég er að láta vatn fara í taugarnar á mér... Blush  Ég ætla ekki að fara að halda einhvern fyrirlestur í eðlisfræði hérna, en upphaflega er snjór bara vatn..... Við notum ekki nagladekk á bílana okkar, enda erum við á jeppum með fjórhjóladrifum og alls konar útbúnaði í þá áttina, í massavís. Ég ætla ekki heldur að halda hérna fyrirlestur um af hverju þarf ekki að nota nagladekk á jeppa, nú eru komnir tveir fyrirlestrar sem þið þurfið ekkert að lesa hér. En, það er þetta með brekkurnar, sem ég er svolítið smeyk við, mér er alveg sama um brekkur sem vísa upp í móti, en það eru brekkurnar sem vísa niður í móti, sem ég er að láta svekkja mig aðeins. Ég veit alveg að þetta eru allt saman sömu brekkurnar en þær snúa bara ekki alltaf eins, þegar ég er að keyra þær og það finnst mér í 50% tilfella frekar óþægilegt. Ég er alltaf með það á hreinu þegar ég er að keyra niður brekku, á bíl, í hálku, að nú missi ég stjórn á bílnum og hann blússi þversum niður, á móti umferðinni sem er á leiðinni upp. Það hefur aldrei gerst og í hvert skipti, sem ég er nú komin niður á jafnsléttu, heilu og höldnu og með hjartað á leiðinni upp úr buxunum aftur, flissa ég að vitleysunni í sjálfri mér og skil ekkert í því að ég skuli alltaf láta svona og svo endurtekur þetta sig alltaf, í hvert skipti sem ég keyri niður brekku, í bíl, í hálku..... Njótið þess í botn að vera til á þessum ágæta degi og fyrir alla muni farið varlega í hálkunniSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég bara má til með að minna þig á gamlan,Landrover,árið sautján hundruð og sitthvað,norðan hnífapara,rennandi á hlið niður einhverja hóla sem ég er að reyna að gleyma hvað heita.Þú undir stýri og svitnaðir ekki einu sinni.Og ég að kreista safann úr mælaborðinu,hvítari í framan en borðtuskurnar hennar mömmu þinnar.Það var nú lítið mál

Birna Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úpps er ég þá bara í "blackout"  Ég skal, í verulega óeigingjarnri sjálfboðavinnu segja þér að þeir heita Grenivíkurhólar !

Jónína Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æ nú þarf ég að eyða mörgum árum í að reyna að gleyma því.Aftur

Birna Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi.... fyrirgefðu 500 sinnum krúttið mitt  

Jónína Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég man bara eftir runnunum hjá Hirti sem fengu Ninnu á Skóda í heimsókn, var þér eitthvað illa við Árnólaf eða þá fjölskyldu?

Erna Evudóttir, 30.10.2007 kl. 22:15

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Voðaleg fjölskylda það, fór það fram hjá einhverjum Hvernig stendur á því að þið eruð að búa til einhverjar svona bílasögur um mig ?

Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 07:34

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Þetta var bara svo góður dagur til þess

Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband