Það er búið að snjóa um það bil 40 cm hérna, á innan við sólarhring. Hvernig væri að fara að skrúfa bara fyrir núna eða helst ekki seinna en áðan !?! Nei ekki nú aldeilis, það ullar ennþá niður sem aldrei fyrr, greinilega nóg til..... en þetta er nú samt svolítið jólalegt
Keyrði spúsa í vinnuna áðan, af því að Súkkujeppinn okkar á það til að leggjast niður og grenja og harðneita að fara í gang, þegar byrjar að snjóa. Og ef það er nú hægt, ýmist með hótunum eða fagurgala, að koma honum í gang svona af og til, þá bara gefst hann upp einhversstaðar niðri í bæ og neitar að fara sjálfur heim, af því að það er upp í móti. Held hann sé bara svona latur... En ég þekki nú að vísu engan bifvélavirkja sem mundi samþykkja það þegjandi og hljóðalaust og ef grannt er skoðað þekki ég mjög fáa, sem taka undir þetta með mér, með letina í bílnum. En það hefur bara ekki verið hægt að komast að því af hverju hann gerir þetta og því þá ekki að kalla það leti eins og eitthvað annað, flensu kannski ? En það er hrikalega hált í snjónum og þá er bara að flýta sér hægt, til að komast heilu og höldnu á áfangastað, en ekki enda utanvegar eða á einhverju sem ekki er ætlast til að sé stoppað á, eins og til dæmis fólki, umferðaskiltum, ljósastaurum eða öðrum bifreiðum. Aksturslagið á mér og sem betur fer fleirum, fer sjálfsagt í taugarnar á einhverjum stressuðum bílstjóranum, en það verður þá bara að hafa það, þá bara brosir maður og veifar...... Gangið glöð inn í góðan dag og brosið hringinn í snjókomunni


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þig langar kannski ekkert að vita að hérna hjá mér snjóar ekki, það er sól og 10 stiga hiti
Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 09:54
Rétt athugað hjá þér kæra systir, mig langaði ekkert til að vita það
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 11:57
Akureyri já, það á að snjóa þar ekki satt?
Júdas, 31.10.2007 kl. 22:02
Helst ekki meðan ég bý þar, nema í svona 3 daga um jólin
Jónína Dúadóttir, 1.11.2007 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.