.....forræði ! Það ætti ekki að þurfa að ræða það einu sinni, mér finnst það svo sjálfsagður hlutur, það er að segja, ef fólk er eitthvað að hugsa um börnin ! En það er bara ekki alltaf, því miður.... Ég hef þá trú að fæstir hjónaskilnaðir/sambúðarslit fari vel og fallega fram. En það er samt hægt og alveg sérstaklega bráðnauðsynlegt, að stilla sig og það er númer eitt, tvö og þrjú, þegar það eru börn í spilinu. Þegar ég fór frá fyrri manni mínum, með börnin okkar, var ég með tvennt á hreinu, ég varð að komast í burtu frá honum og drykkjunni hans með börnin og sjálfa mig og ég var ákveðin í því að tala aldrei illa um hann, við þau. Þetta tvennt var ég með á hreinu og þetta tvennt stóð ég við. Ég hélt svo, í einfeldni minni, að hann vildi að við hefðum sameiginlegt forræði með börnunum, en hann kærði sig ekkert um það, sagðist ekkert ætla að fara að passa fyrir mig, svo ég gæti farið út að skemmta mér !
Ok, brennivín skemmir og líklega var hann orðinn miklu steiktari í höfðinu en ég gat með nokkru móti ímyndað mér. En hann fór í meðferð og hefur ekkert drukkið síðan, stendur sig vel í því, en hann sýndi samt aldrei neinn áhuga á því að hafa sameiginlegt forræði, þó það væri ágætlega runnið af honum. Stundum liðu mánuðir á milli þess sem hann hringdi í þann yngsta, en samt bjó pabbi barnanna minna sko ekkert í frumskógum Brasilíu og þurfti ekki að treysta á apa með trumbur, til að koma skilaboðum frá sér, til umheimsins. Það var búið að finna upp símann á þeim árum.... Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og það eru ekki alltaf bara við mömmurnar, sem reynum að koma í veg fyrir sameiginlegt forræði skal ég segja ykkur. Margar mömmur eru og hafa verið í mínum sporum, að þurfa að ganga á eftir feðrunum til þess að reyna að fá þá til að umgangast börnin, barnanna vegna ! Gangið glöð inn í góðan dag og munið að pottarnir hafa eyru


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 12:11
Þakka þér
Jónína Dúadóttir, 1.11.2007 kl. 12:22
Júdas, 1.11.2007 kl. 20:44
Það sem þú getur skrifað, ég er ekki að dást að þeirri staðreynd að þú getir skrifað, heldur að því sem þú skrifar, þetta er hrein snilld! Ég hef ekki getað skrifað af viti síðan ég hætti að drekka brennivín, nei ætla ekki að byrja aftur bara svo ég geti skrifað
! Ef ég ætti hatt myndi ég taka hann ofan fyrir þér!
Erna Evudóttir, 1.11.2007 kl. 23:42
Takk Erna mín, sé hattinn fyrir mér, svona bleikur með gylltum borða og ljósgulum blómum og fjólubláu hjarta efst.... oj, mér er að verða illt....taktu hann endilega niður
Jónína Dúadóttir, 2.11.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.