.... var í fylgd með 2 lögreglumönnum á leið úr landi.... Vítisenglar auðvitað, eitthvað svo ömurleg notkun á þessu annars fallega orði "engill", heyrði þetta í útvarpinu núna í hádeginu. Laugardagar eru einu dagarnir sem ég gef mér tíma til að hlusta á útvarpið. Ég kveiki ekkert á tölvunni þegar ég kem á fætur, eins og alla aðra daga, fer bara fram í eldhús og kveiki á útvarpinu og les eða sauma út. Ég var að klára að sauma jóladagatal núna um hádegið. Þetta er stór mynd 50 x 70 cm, sem tengdadóttir mín tekur svo við og klárar, setur aftan á hana og hengir hana upp handa yngsta barnabarninu okkar, henni Lindu Björgu. Núna er ég byrjuð á næsta útsaumi, jóladúk, fékk hann í afmælisgjöf frá Ernu systir og co, það verkefni endist mér ábyggilega fram að jólum. Ég er farin að hlakka svo mikið til jólanna, krakkarnir verða öll á landinu, Kata og Nina koma frá Svíþjóð, Stjáni og Andrea voru í Sviss á síðustu jólum og eru því heima núna og Ingi Stefán verður aldrei þessu vant, ekki að vinna á jólunum. Alltaf gaman um jólin, bara ennþá meira gaman að fá að hafa þau öll hjá mér
! Vona að þið njótið þess að eiga ánægjulegan og góðan laugardag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sniðugt að hafa bara allt "klanið" hjá sér, veit ekki hvernig verður með Jóku og co, við fengum nefnilega öll alveg frábæra, not, ælupest síðast þegar stórfjölskyldan var saman á jólunum
, spurning hvort við gerum þetta nokkuð aftur!
Erna Evudóttir, 3.11.2007 kl. 13:57
Æi ég man eftir sögum frá því, það ætti nú samt að vera óhætt fyrir ykkur að koma saman aftur og jólast aðeins, þetta var nú örugglega ekki "jólaboðsfjölskyldusameiningarofnæmisælupest"
Jónína Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 14:06
Flott orð
Erna Evudóttir, 3.11.2007 kl. 15:51
Lengst flottasta orð sem ég hef lesið
Birna Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 17:30
Jónína Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 18:25
Þarna í restina, ...sælupest er kúl
Erna Evudóttir, 3.11.2007 kl. 19:28
Ég minnist þess að hafa heyrt því fleygt, að ykkur hafi ekkert fundist það kúl á jólunum í fyrra
Jónína Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.