Engin almennileg

Spúsi minn og fleiri voru að spila á balli í Sjallanum í gærkvöldi og ég nennti ekki með, léleg grúppía það...Wink  Það var árshátíð hjá Félagi eldri borgara og þau vildu fá harmonikkutónlist, svo þeir tóku sig saman, slatti úr hljómsveitinni Strákunum frá Húsavík, hluti af hljómsveitinni Afarnir frá Akureyri og spúsi minn og spiluðu við frábærar undirtektir til tvö í nótt, þrjár harmonikkur, gítar, bassi og trommur. Þeir byrjuðu að spila hálf tólf, sem er svívirðilega seint fyrir minn smekk, svo ég var bara heima og fór að sofa á sama tíma og litlu börnin. Ég hef aldrei skilið almennilega þetta fyrirkomulag á skemmtanahaldi íslendinga, helst aldrei að fara út fyrr en eftir miðnætti. Hvað skildi vera að því, að byrja bara fyrr og hætta þá líka bara fyrr ? Annars er þetta allt í lagi, ég hef svo sem aldrei verið neitt sérstaklega dugleg í skemmtanalífinu og eins og allir vita sem þekkja mig, var orðið "partíljón"  alls ekki fundið upp um mig Tounge  Núna er ég bara iðin við útsaumsjólamyndirnar mínar og nýt þess að vakna hress og spræk, oft á svipuðum tíma og mesta fjörið er að fjara út í skemmtanalífinu, síðla nætur eða snemma morguns, hvernig svo sem það er orðað. Fyrir utan þá sorglegu staðreynd að mjög margir sem fara út að "skemmta sér" hafa ekkert gaman þegar upp er staðið, væri nær að kalla þetta bara það sem það er, að "fara á fyllerí", sjálfum sér og oft öðrum líka til ama og leiðinda. Ég er svolítið farin að hljóma eins og öfundsjúk piparmey á örvæntingaraldrinum, en þetta er bara alveg satt og ég er ekki ein um að hafa upplifað svona "skemmtanahald". Annars er þetta góður dagur og ég ætla alls ekkert í kirkju í dag, frekar en aðra sunnudaga, bara dingla mér og njóta þess að vera í fríi. Vona að þið upplifið öll besta sunnudag í lífi ykkar hingað tilSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég ætla ekkert í kirkju í dag heldur, bara skila Ívari í rútuna

Jóhanna Pálmadóttir, 4.11.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi skinnið mitt, það er örugglega ennþá leiðinlegra en að fara í kirkju, kysstu hann frá mér

Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Og aumingja ég bara lasin, sjálfsagt af því að ég fór ekki í kirkju í dag

Erna Evudóttir, 4.11.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Júdas

Heyrðu!  þetta "örvæntingaaldrinum" fékk mig til að gleyma öllu öðru í lesningunni svo ég varð að lesa þetta aftur.  Getur verið að þessi "flensa" nái suður yfir heiðar?   Fleiri spurningar vöknuðu.  Getur ekki verið að ég byrji bjórdrykkju of snemma og nái því aldrei í gleðskapinn?   Ætti etv að drekka þessa tvo eftir miðnætti.  

Júdas, 4.11.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sem almennilegur íslendingur á leið út á lífið ? Já ég held þú gerir þetta eitthvað vitlaust

Erna mín láttu þér batna jólin eru ekki komin Nei nei saaaamúð

Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 18:37

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skál fyrir ykkur öllum.Er ég kannski heldur sein,eða átti ég að hætta að drekka bjórinn í morgun

Birna Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skál Birna mín..... í kaffinu okkar

Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband