....sem er ekki til og hefur aldrei verið til ? Þetta er spurning sem ég fékk frá spúsa mínum áðan, með morgunkaffinu. Ég sat og var að sauma út í jóladúk og á honum er mynd, af litlum sætum jólaálfi, sænskættuðum. Það urðu svo sem engar heitar umræður úr þessu, lognuðust eiginlega út af þegar ég tók undir og sagði, að ég hefði aldrei skilið allar þessar myndir af Jesú. Það féll nú ekki í góðan jarðveg, af því að spúsi minn er mun trúaðri en ég
Ég tók mig til og útlistaði fyrir honum, þróunarsögu íslenska jólasveinsins. Fyrst voru þeir vondir kallar, sem stálu og hrekktu og áttu verulega andstyggilega foreldra, með ennþá andstyggilegra gæludýr og þau þrjú, áttu það sameiginlegt að borða óþæga krakka og aðrar mannverur, sem af einhverjum ástæðum höfðu orðið undir í lífsbaráttunni. Það var nefnilega enginn vandi, að telja fólki trú um alls konar vitleysu þarna í svartasta skammdeginu, í litlu moldarhrúgunum, sem þá voru kölluð hús. Svo fór nú liðið smám saman að rétta úr sér og byggja hús úr timbri, með gluggum og fólk lærði að lesa og það kom rafmagn og svo kom útvarp og sjónvarp og svo framvegis. Þegar allt þetta var nú komið á rétt ról, þá urðu nú íslensku jólasveinarnir líka að breyta lífsvenjum sínum, vegna þess að þeir komust ekkert upp með andstyggilegheitin lengur og Grýla og Leppalúði og Jólakötturinn voru mikið til sett á pásu, af því að það passaði ekki við tíðarandann að borða fólk. Jólasveinarnir 13, ekki 9, sáu síðan í sjónvarpinu hvað ameríski jólasveinninn var góður og þar af leiðandi vinsæll og líka gasalega smart í rauða dressinu sínu, svo þeir fóru að herma eftir honum og........ Spúsi var eiginlega löngu farinn í vinnuna þegar hér var komið sögu.... Gangið hress inn í þennan fína mánudag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hvernig færi nú fyrir Jóa og okkur hinum ef við hefðum ekki þig til að útlista fyrir okkur hvernig liggur í þessu með lífið og tilveruna, ég er búin að hlæja í allan morgun sem er gott, er nefnilega ennþá hálfslöpp eftir flensuna/aumingjaskapinn


Erna Evudóttir, 5.11.2007 kl. 12:00
Gott að geta hlegið að alvöru lífsins
Láttu þér batna almennilega vinan, áður en þú ferð út í kuldann
Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 12:28
Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 12:33
Birna Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 12:48
Hahaha, djúpar umræður á mánudagsmorgni og njóttu dagsins (eða þess sem eftir er að honum).
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 17:39
Takk gerði það, er í vinnunni
Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.