Í gær jólasveinarnir, í dag býflugurnar og blómin !

Eða, nei annars, mér leiðast býflugur og hef ekki hundsvit á blómum... Ég veit alveg að ég ætti að vera úti að skokka núna og/eða fara í ræktina í hádeginu og/eða taka góðan göngutúr eftir vinnu, en ég geri það samt ekki. Fyrir því er afskaplega veigamikil ástæða og alls ekki grín gerandi að því, ég einfaldlega nenni því ekki ! Samt dáist ég að öllu slíku dugnaðarfólki og á örugglega eftir að taka upp þessa góðu og heilbrigðu lífshætti.... einhvertímann... kannski í næsta lífi. Ég finn upp allar mögulegar og ómögulegar afsakanir fyrir því að gera þetta ekki í þessu lífi, það er rigning/það væri gott að hafa rigningu/það er hvasst/það er of lítill vindur/sólin er of heit/það er engin sól..... Og allt þrekið sem ég þarf svo að nota, við að finna upp alltaf nýja og nýja afsökun, stundum oft á dag, gerir mig svo uppgefna, að ég svona rétt hef krafta til að skreiðast í vinnuna. Annars var ég að glotta að því með sjálfri mér í gær, að stundum verð ég að setja mig í stellingar, rétt eins og leikari fyrir leiksýningu, áður en ég fer inn til sumra skjólstæðinganna í vinnunni. Sumt fólk leiðist mér alveg óheyrilega, en nenni ekki að standa í brasinu sem fylgir tuðinu, ef ég fer fram á að skipta um heimili. Annars má eiginlega segja að það sé jákvætt tuð, að einhverju leiti, ef tuð getur einhvertímann talist jákvætt: "Já en sko þú... vilt þú ekki vera þarna lengur... hvað... af hverju...en þú sem kvartar aldrei yfir heimilunum sem þú ert á..." Blehh... ég tek frekar upp smá langlundargeð úr pússi mínu og hugsa eitthvað svona lítið og ljótt, eins og að hún geti nú ekki lifað að eilífu eða hann gæti nú alveg farið að detta inn á elliheimili fljótlega, set upp spariumburðarlyndisþolinmæðisbrosið og skelli mér í slaginn. Það ætla ég að gera í dag líka og vona að þið njótið dagsins í dag og verið svolítið góð við þá sem eiga það ekkert endilega skilið, þeir þurfa mest á því að halda Smile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm ég myndi ekki láta ná mér dauðri inni á líkamsræktarstöð.Andsk.. lætin og píkupoppið í eyrunum á manni.Það er á mörkunum að það sé hægt að sofa í ljósabekknum fyrir hávaða

Birna Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Kaeredda stelpur, alltaf í ræktinni, eða sko ég sko, ha,ég meina eru ekki allir í ræktinni? Svo sammála, hleyp ekki ef ég get gengið, stend ekki ef ég get setið, sit ekki ef ég get legið!  Einfalt

Erna Evudóttir, 6.11.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm svoooo einfalt

Jónína Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2007 kl. 17:43

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Góður pistill... eins og alltaf...

KV. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Fiðrildi

Mikið andskoti er síðasta setningin góð ;) og sönn.

Fiðrildi, 11.11.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband