Ég fer til tryggingafélagsins míns til að kaupa mér líftryggingu, þetta er nú bara svona dæmi, dettur ekki í hug að gera það í alvöru. Ok, ég þarf að fylla út helling af pappírum og gefa alls konar upplýsingar um alla galla, sjúkdóma og sérviskur mínar og allrar ættar minnar, alveg aftur í 17 hundruð og súrkál og ég segi auðvitað satt og rétt frá öllu heila klabbinu. Svo þurfa þeir að fá að vita hvort ég reyki og hversu mikið.... en ég er ekkert spurð hvort ég drekki áfengi og hversu mikið. Það skiptir engu máli, en... ef ég væri nú búin að fara í áfengismeðferð og mundi bulla því út úr mér, af því að ég get nú aldrei þagað yfir neinu, yrði mér þá snarlega ýtt afturábak út ? Yrði þá sagt við mig eitthvað á þessa leið : " Uhh... nei góða mín, þú hefur sýnt að þér hafi fundist þú drekka of mikið og tekið þá skammarlega skynsamlegu ákvörðun að leita þér hjálpar við að hætta því, reynt að sýna þá hálfvitalegu ábyrgð að halda þig, með Guðs og góðra manna hjálp, frá áfengi með öllum tiltækum ráðum og hreinlega reynt að taka stjórnina á lífi þínu úr höndum Bakkusar..... Svei þér, við seljum þér enga líftryggingu" ! Er þetta eitthvað á þessa leið ? Ef svo er, hvers vegna þá í andskotans ósköpunum ? Er hún virkilega ennþá við lýði þessi norðanhnífapara hálfvitahugsun lengst aftan úr grárri forneskju, að líta á þá sem aumingja og ræfla, sem hafa viðurkennt vanmátt sinn gagnvart áfengi og leitað sér hjálpar við að hætta að nota það. En hinir sem nota það óspart og í óhófi: "Æi... þeir bara drekka svolítið illa greyin, thí hí ...... " Nú er ég hætt að rífa kjaft og ætla að reyna að gera mitt besta í allan dag og vona að þið reynið það líka
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo innilega sammála þér, hélt að viðhorfin væru öðruvísi á Íslandi, þetta er voða mikið svona hér, ég dreifi því allsekki allstaðar að ég hafi farið í meðferð á sínum tíma!
Erna Evudóttir, 7.11.2007 kl. 12:09
Æi já, það eru til svo allt of margir bjálfar í veröldinni
Jónína Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 12:43
Sumir eru vitlausari en aðrir í þessum bransa.það er löngu ljóst.En kannski ekki svo skrítið þar sem þjóðin er búin að vera á feitu fylliríi í áratugi.
Birna Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.