....eins og til dæmis allan daginn í gær. Mér tókst að detta þrisvar á leið inn og út úr bílnum, ég fann sko mjög samviskusamlega, akkúrat síðustu litlu hálkublettina þrjá sem eru eftir hér í bænum, til að stíga á og ég sem er alltaf að flýta mér. Í tvígang tókst mér svo að stinga mig til blóðs á höndunum, á göfflum... Í annað skiptið var ég að losa stíflu úr ryksuguröri með stórum beittum steikargaffli, ekki spyrja... og í hitt skiptið var ég bara að taka úr uppþvottavél og stakk mig á svona ósköp venjulegum gaffli... líka bannað að spyrja nánar út í það... Og alltaf þegar það kemur gat á mig einhversstaðar, þar sem það á ekki að vera, þá ætlar aldrei að hætta að blæða og ég sóða meira út en ég þríf..... Í gærkvöldi klemmdi ég svo þumalfingur gamallar konu, með hurðinni á ruslaskápnum hennar, þegar ég var búin að hringja dyrabjöllunum á öllum íbúðum í stigaganginum, á leiðinni upp til hennar, á fjórðu hæð. Ég var nú bara að reyna að kveikja ljósin í uppgöngunni, en einhver svívirðilega hrekkjóttur rafvirki hefur viljandi komið ljósarofunum fyrir, rétt við hliðina á öllum dyrabjölluhnöppunum ! Ljósin þarna eru biluð, þau slokkna alltaf þegar ég er komin hálfa leið á milli hæða og ég þyrfti að fara þetta á hraða ljóssins til að ná að komast upp á fjórðu hæð, áður en þau slokkna. Ég sko nota ekki lyftur, en það er önnur saga..... Svo þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi, lagði ég beint fyrir framan ruslatunnuna, á stóra jeppanum mínum, gjörsamlega búin að gleyma því, að á fimmtudagsmorgnum klukkan hálf sex koma blessaðir ruslakallarnir.... Núna fer ég í það verkefni að reyna að snúa heilanum í mér í gang, reyni réttsælis í þetta skiptið.... Svo vona ég að þið njótið öll þessa fína fimmtudags, alveg í botn

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erna Evudóttir, 8.11.2007 kl. 10:10
Hún slapp að mestu bara með skrekkinn blessuð konan
Og það er ekki hægt annað en hlægja að þessu....
Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 12:19
Þessi heimilistæki eru bara slysagildra sem ég reyni að forðast eða alla vega nota mjög varlega..
Gulli litli, 8.11.2007 kl. 13:08
Mar á að vera góður við gamlar konur
Birna Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 18:19
Ég er búinn að reyna í mörg ár að fá heilan minn í gang...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2007 kl. 20:06
Þetta heitir að fara öfugu megin framúr............og greinilegt að rúmið þitt stendur við steinvegg.
Júdas, 8.11.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.