...eftir bílnum sem flutti líkin, það var alveg að koma miðnætti. Dimmt og kalt þarna úti á planinu, en þær urðu að vera til taks á réttum tíma... Þeirra hlutverk var að koma líkunum fyrir og ganga þannig frá þeim að engin ummerki sæjust.... Loksins kom bíllinn og þá tók við líkburður, upp á þriðju hæð í blokkinni, en sumum líkunum var komið fyrir í öðrum bíl sem beið... Líkin voru öll í kistum, en sem betur fer voru þær úr froðuplasti...... það var samt svolítið strembið fyrir tvær litlar konur að burðast með þær upp alla stigana... Svo þegar upp var komið, tók besta vinkona mín fram poka og fór að tína ofan í þá, læri og hryggi og sneiðar og svo framvegis, af besta lambakjötinu í landinu, sem við kaupum af góðum vini okkar, bónda með meiru, í Borgarfirðinum. Ég fór heim með mitt kjöt og í skottinu á bílnum mínum, bíða núna í þessum töluðu orðum, 3 flottar froðuplastkistur fullar af kjöti, eftir því að ég dragnist út og sæki þær og fari að pakka kjötinu ofaní frystikistuna. Það er ekki nóg með að þetta er besta kjötið í landinu og þó víðar væri leitað, frágangurinn á því er með því besta sem þekkist ! Ég fann það út af mínu frábæra "hyggjuviti" (flott orð sem ég nota til þess að letin í mér virðist vera eitthvað annað en leti... ) að það væri ómögulegt að fara út klukkan 7 að morgni til og sækja það, ég veit nú svo sem samt ekki, hverju það breytir að fara frekar út klukkan 8.... Ég er frekar syfjuð núna, ekki vön að vera svona seint á fótum og til upplýsinga fyrir hana vinkonu mína, ég var komin á fætur hálf sex.... stundvíslega... Gangið glöð inn í föstudaginn og munið að það er að koma tveggja daga frí, hjá flestum

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta stefndi í morðgátu..............
Júdas, 9.11.2007 kl. 07:44
Var það ekki ? Ég gleymdi alveg að geta þess, að þessi góði bóndi sagði í haust, þegar ég falaðist eftir kjöti hjá honum, að hann gengi í haustslátrunina "með mig í huga".... Hann var ekki að meina neitt ljótt, það er bara móttakarinn í mér sem er hlaðinn fyrir svartan húmor og á það til að snúa aðeins út úr...
Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 07:51
Sá alveg fyrir mér þessar litlu konur að burðast með dauðan karldrjóla(kall, auðvitað) í poka niður brattar tröppur!
Verði þér máltíðirnar að góðu
Erna Evudóttir, 9.11.2007 kl. 10:09
Þetta byrjaði eins og tryllir hjá Arnaldi
og endaði í uppskriftabók Hagkaupa
...
Gulli litli, 9.11.2007 kl. 10:25
Þið hélduð þó ekki að ég ætlaði að fara að skrifa einhverja ljóta morðsögu elskurnar mínar
Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 12:33
Pé ess: uppskriftabók Hagkaupa er sjálfsagt fín bók, ég kæmist að því ef ég mundi einhvertímann lesa hana, sem ég geri örugglega aldrei...
Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 12:35
Mér stóð nú ekki á sama þegar ég byrjaði að lesa
En gott að halda bara áfram að lesa hehe
Unnur R. H., 9.11.2007 kl. 14:23
Mér fannst þetta eðlilega spennandi,því að í okkar fjölskyldu er alltaf einhver með lík í skottinu
Norðlenskt seijing
Birna Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 19:00
Góð byrjun en endirinn var allt í lagi
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 01:39
Jabb norðlenskt seijing
Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 14:39
Asskoti sem kona þyrfti að komast í samband við þennan bónda, þeas þegar hún er búin að kaupa sér frystikistu
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 18:32
Á þessi kona ekki frystikistu ?????
Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.