Minna en ekkert ;-)

Það sagði mér kona í gær, að heilinn notaði minni orku þegar við horfum á sjónvarpið, en þegar við gerum akkúrat ekkert. Samkvæmt mínum skilningi er "að gera akkúrat ekkert" það, að liggja bara og horfa upp í loftið og ég nenni því aldrei. Við erum áskrifendur að Stöð 2, Stöð 2 bíó og Sirkus næstu 3 mánuði, ég lét nefnilega gabbast af ofsalega flinkum símasölumanni um daginn. Hann var alveg samkvæmt uppskriftinni, kurteis, áhugasamur, ekki of samt, með passlega miklar glósur á það sem hann var að selja og hann náði mér ! Ég hef lítið sem ekkert horft á sjónvarpið síðan, ekkert meira en venjulega, mér hættir alltaf til að sofna yfir því. Ég læt oft eins og ég eigi mér uppáhalds sjónvarpsþætti, en mér er samt alveg sama þó ég missi af þeim. Horfði samt á eina gamanmynd í morgun og líklega hefur þá heilinn minn verið að gera minna en akkúrat ekkert og mér leið vel með því. Það er mín kvöldvinnuvika núna, henni líkur í kvöld og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fara skjólstæðingarnir aldrei neitt í burtu í minni viku, þannig að ég hef alltaf nóg að gera. Svo tekur önnur við annað kvöld og á morgun fer tímafrekasti skjólstæðingurinn í burtu og kemur passlega  heim þegar ég tek við aftur, eftir viku. Er þetta einelti ? Datt í hug að hringja í bæjarstjórann og kvarta yfir því að ég skuli þurfa að vinna svona fyrir kaupinu mínu. Ég fór ekkert í messu í morgun eða er messutíminn eftir hádegi... Veit það ekki, veit bara að í dag ætla ég að gera næstum því akkúrat ekkert og óska þess að okkur öllum líði eins vel og við eigum skiliðSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

að gera ekkert er mín uppáhaldsiðja......

Gulli litli, 11.11.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Akkúrat svona ekkertaðgerast dagur hjá mér,just love it

Birna Dúadóttir, 11.11.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband