Smá ýkjur kannski, en gólfin mín þurfa virkilega á því að halda að einhver þrífi þau... Hver er annars þessi einhver ? Æi, fjandakornið það er víst ég og það er nú eiginlega frekar vandræðalegt... vegna þess að ég hef alls ekki hugsað mér að gera það, allavega ekki í dag. Ég var að flakka á blogginu áðan og rakst inná síðu hjá alveg svaaaaðalega trúuðum náunga, hann er svo trúaður að eigin sögn eða skrifum, að það hálfa væri miklu meira en nóg. En mér finnst samt að hann gæti verið ennþá trúaðri, satt að segja, hann nefnilega virðist alveg sleppa því að trúa á það góða í fólki, á umburðarlyndi, á frelsi og á jafnrétti, svo ég nefni nú eitthvað af því sem hann trúir alls ekkert á. En eitt trúir hann ofsalega mikið á, fyrir utan Bibíuna, sem mér finnst nú eitt og sér, alltaf svo agalega furðulegt og það er biskupinn yfir Íslandi ! Hann skrifar um hann eins og ég mundi skrifa um Guð eða Jesú, ef ég bara mundi einhvertímann koma sjálfri mér í þá skelfilegu aðstöðu. Ég fékk alveg upp í háls við að lesa skoðanir hins "trúaða" á manninum, biskupinn er jú bara maður og það næstum því rann marmelaði út úr eyrunum á mér og þá er það orðið slæmt ! Ef þið viljið lesa síðuna hjá þessum manni, þá skal ég hvísla því að ykkur, að hann heitir því sjaldgæfa nafni Jón Ég trúi alveg á eitthvað og ef þið viljið vita það þá verðið þið að spyrja mig að því og kannski svara ég, en mér dettur ekki í hug að fara að predika það yfir neinum, án þess að vera alveg sérstaklega beðin um það, hvað þá að fara að halda úti síðu um það. Kannski þess vegna sem ég varð ekki prestur..... Nei nei, bara grín ! Var að klára dag/kvöldvinnuviku í gærkvöldi og í dag, þennan fína mánudag, byrjar "bara" dagvinnuvika, alltaf svona pínulítið fegin þegar sá mánudagurinn rennur upp. Svo vil ég fá sjálfhreinsandi gólf í jólagjöf ! Gangið glöð inn í góðan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er seinni upphafstafur í nafninu hans VALUR? Hehe,
Njóttu dagsins og gólf eru til að ganga á þeim og þrífa þau, þannig að þú "gengur" bara glöð til verks.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 08:38
Og það var rétt !!!
Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 08:48
Prófaðu að bíða aðeins lengur með gólfin, það er aldrei að vita nema eitthvað gerist. Þau gætu verið hrein þegar þú kemur heim næst. Maður verður að trúa á eitthvað!!!
Gulli litli, 12.11.2007 kl. 09:18
Þörf ábending, aldrei að missa sjónir af voninni
Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 09:45
Ég veit nú ekki betur en að lúterska kirkjan hafi sprottið upp úr hinni kaþólsku meðal annars út af svona dýrkun á fólki....menn ættu að vara sig.
Láttu mig vita ef þú finnur sjálfhreinsandi gólf því mig vantar það sárlega.
Júdas, 12.11.2007 kl. 20:20
Uss ekki láta glepjast,vertu staðföst í trúnni,ég beið með að skúra gólfin hjá mér í mánuð og ekkert gerðist.Kaaanski af því að ég bý meira og minna ein,ha heldurðu að það geti verið kannski.En hvað um það ,Halleluja og Amen.
Ég ætti kannski að athuga hvort þeir framleiða ekki sjálfhreinsandi gólf þarna í Lettlandi
Birna Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 23:02
Ég hélt, þangað til ekki fyrir löngu, að við Íslendingar ættum svona 2-5 stk "ofsa" trúaða(Svona krossgunna týpur) og restin af þjóðinni væri hund-heiðin. Það var svo ekki fyrr en maður slysaðist inn á eitthvert bloggið og fór að fylgjast með því hvernig hver öfginn á fætur öðrum fór á límingunum yfir einhverju sem ég vissi ekki einu sinni að hefði einhverjar trúarþýðingu... og það sem meira var að menn voru ekkert að tjá sig endilega á neinu biblíumáli... ekki það ég hafi lesið hana
Já það er víða Vatikanið...
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 00:38
Hjördís mín það er : www.jonvalurjensson.blog.is
Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.