Örvhent, örvfætt, örvhuxi... !

...held ég sé eitthvað af þessu ölluTounge Mér finnst best að gera allt frá hægri til vinstri, byrja að lesa blöðin á síðustu blaðsíðunni, en ekki bækur ! Svolítið klaufaleg til fótanna oftastnær, kannski skýringin á því af hverju mér finnst ekkert gaman að dansa. Nema stundum gömlu dansana og þá bara valsa, þangað til það er búið að snúa mér einum hring of mikið, þá fæ ég svima. Svo þarf ég svo oft að gera akkúrat öfugt við það sem aðrir gera og stundum einfaldlega "bara-af-því-bara" ! Hélt alltaf að ég væri fædd á einhverju mótþróaskeiði, en ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég er örvhuxi.Það á sjálfsagt að vera -gs en mér finnst flottara að hafa x-ið. Mér finnst til dæmis að ég eigi ekki að þurfa að mála íbúðina okkar fyrir jólin, en mér finnst heldur ekki að ég eigi að þurfa að þrífa hana og af tvennu illu mála ég...... en bara eldhúsið og ganginn samt ! En í alvöru talað, það verður að gera eitthvað til að flikka upp á þarna, það er staðreynd og fyrst ég er nú búin að útiloka þann möguleika að kveikja í eldhúsinu og ganginum.... En svona nokkuð, mála og þrífa meina ég en ekki kveikja í, á maður að gera í leiðindunum eftir jólin, þegar mest allt jólaskrautið er farið ofaní kassana aftur og janúar og febrúar taka við. Ég væri alveg til í að hafa bara 10 mánuði í árinu, ef þessum 2 mánuðum yrði sleppt, ég get svo svarið það. Ég stend á því, fastar en fótunum, að ég er aldrei þunglynd í skammdeginu og það er alveg satt, ég er bara geðvond ! En bara í janúar og febrúar.... Wink En sem sagt, við spúsi minn erum að fara að mála eldhúsið og ganginn um helgina og það verður gaman.... þegar það er búið ! Og það verður að gerast núna í nóvember, geri helst ekkert leiðinlegt í desember. Ég ætla að kaupa rauðar jólagardínur fyrir eldhúsgluggann, eitt af örvhuxi dæmunum, aldrei átt rauðar jólagardínur af því að þær áttu að vera rauðar.... Gangið glöð inn í góðan dag og leyfið ykkur að hlakka til jólanna, það  er svo gaman að hlakka tilSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gott að vita að maður er ekki einn í örvhuxa-deildinni. Góða skemmtun!

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú líka, en gaman, fannst ég vera svolítið ein.... Heyrðu takk .... á skíðum skemmti ég mér trallallalla... eða á pensli...

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Desember og janúar mættu detta út annað slagið fyrir mér.Jólagardínur,ég hef bara engar gardínur,allan ársins hring,enda engin gardínukona.Mig langar samt alltaf að mála hjá mér í skammdeginu,flottur tími.

Birna Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Fiðrildi

Ég elska að þrífa . . . ég er örugglega mest örv-huxi

Fiðrildi, 14.11.2007 kl. 15:47

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú er alveg hægt að fara að stofna Landssamtök Örvhuxa

Birna mín á ég að senda þér gardínur ?

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts ekki gardínur.Það tók mig langan tíma að venja mig af þeim

Birna Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Júdas

Ég vildi gjarnan vita hvar í flokkagreiningunni ég gæti rúmast.  Spurning um Örv-æntinga hópinn.  Nú svo sé ég í hendi mér að ef aðeins væru 10 mánuðir í árinu, hefði skapast pláss hjá mér til fjórðu sambúðarinnar á 17 ára lögum þriggjasambúðaferli og sú hefði samkvæmt útreikningum verið 2,8 ár eða 34 mánuðir.  Guði sé lof fyrir 12 mánaða flokkunina. 

Júdas, 14.11.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svakalega ertu góður í reikningi Sko þú mátt alveg vera með okkur í Landssamtökum Örvhuxa þó þú sért svolítið "öðruvísi"

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 18:33

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 15.11.2007 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband