Vogin... stjörnuspáin mín í dag.... passar alveg.....

"Planaðu ævintýri þitt nú, á eins ástríðufullan máta og unnt er. Hringdu, pantaðu. Þegar þú ert kominn á fulla ferð, dettur sálarlegi bagginn af þér, sem hamlaði þér." Tilvitnun lokið... Ég held ég geti ekki lýst því, svo það skiljist nógu vel, hvað ég varð himinlifandi þegar ég las þetta ! Fyrir þá sem eru að velkjast í einhverjum vafa.... Ég er nefnilega að fara að mála eldhúsið, ég mundi nú kannski ekki alveg kalla það ævintýri, frekar svona að það væri ævintýralega leiðinlegt, en samt alveg hægt að gera gaman úr því. Ég er svo búin að plana að fara í Byko eða Húsasmiðjuna og kaupa pensla, sé samt ekki alveg fyrir mér ekki svona í augnablikinu, hvernig það getur orðið ástríðufullt, þar sem ég fer mjög trúlega ein... en svo verð ég auðvitað að muna að ganga til allra verka með opnum huga ! Samt.... ástríðufullir málningarpenslar... ég veit ekki... Undir niðri var ég nú líka búin að gera mér grein fyrir því að það yrði ekki mikið um eldamennsku rétt á meðan og var þess vegna búin að ákveða að hringja og panta pizzu. Og svo er það nú oft með verk, sem mér finnast vera í leiðinlegri kantinum, að það er erfiðast að byrja, en þegar þeir erfiðleikar eru yfirstaðnir, þá má svo sem orða það þannig, að það detti af mér einhver hamlandi sálarbaggi. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega dramatísk, mér hefði sjálfri aldrei dottið í hug að taka þannig til  orða.... frekar eitthvað eins og : Mikið djö... er ég nú fegin að ég reif mig nú loksins upp á rassg.... og dreif í þessu... ! Hm.... Gangið glöð inn í góðan dag og til hamingju með dag íslenskrar tunguSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir það, dagur íslenskrar tungu er góð hugmynd Er samt viss um að það hefur dottið af þér hamlandi sálarbaggi oft áður, þú vissir bara ekki hvað það hét

Erna Evudóttir, 16.11.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu já auðvitað... ætli það séu þá þeir, sem eru annað slagið að væflast á gólfunum mínum, fyrir fótunum á mér og ég sem hélt að ég væri bara svona mikill sóði 

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ef spáin gengur eftir,þá gætirðu átt þér rómantiskt móment með manninum sem vinnur á lagernum í Byko.Að losna við hömlurnar er þá að ganga út án þess að borga

Birna Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Alltaf góð

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: Júdas

Ég veit að menn geta skipt um konur, nafn, lögheimili, bíla, hús líffæri osfrv en eftir þennan lestur væri ég til í að skipta um stjörnumerki.............má það?

Júdas, 16.11.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já já það má alveg, komdu bara hingað á vogina til okkar sílið mitt

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband