Uppfinning andsk....

Sit hérna í drasli upp fyrir haus og rétt komst að tölvunni, hrúgaði nefnilega öllu dótinu úr eldhúsinu inn í stofu. Mér er ómögulegt að skilja, hvernig allt þetta drasl sem nú hálffyllir stofuna, kemst fyrir inni í mínu litla eldhúsi... en það kemur í ljós þegar ég er búin að henda einhverjum slatta af því og fer svo að raða inn aftur. Við erum búin að mála fyrri umferðina á eldhúsið, málum seinni núna á eftir og svo ganginn í beinu framhaldi. Veggirnir í eldhúsinu mínu eru núna nokkurnveginn hvítir, áttum afgangsmálningu úr stofunni, með gulum blæ og helltum útí það hvítri málningu, sem heitir samt örugglega ekki hvítt og þá var kominn einhver litur sem heitir örugglega eitthvað. Hef nefnilega aldrei skilið það þegar fólk er að velja liti á veggina sína, það getur velt fyrir sér 6 mismunandi ljósum litum, sem ég sé bara engan mun á. Litakortin voru fundin upp af alveg einstaklega illgirnislegu hugviti sölumennskunnar, til hvers veit ég ekki, nema þá kannski til að rugla mig í ríminu... "Mér er alveg sama svo framarlega sem það er eitthvað ljóst" er uppáhaldsliturinn minn og það er nafnið á litnum á eldhúsinu mínu. Hversu erfitt getur þetta verið ? En allavega... eldhúsið mitt er að verða ferlega bjart og snyrtilegt og það var alveg kominn tími á það, við eiginlega föttuðum það í gær, að við höfum ekkert málað þetta verelsi síðan við fluttum inn fyrir hvað... 5-6 árum síðan... úpps ! Gangið glöð inn í góðan sunnudag og ég vona að öllum líði eins vel og mérSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gæti ég fengið þig lánaða að verki loknu.  Eiturgræni liturinn í eldhúsinu mínu er orðin að umhverfisslysi (sjá bakgrunn á mynd af mér.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 08:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Umboðsmaðurinn minn hringir í umboðsmanninn þinn

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm flottur sunnudagur

Birna Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 10:54

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Bíddu, þarftu þá ekkert að elda núna?

Jóhanna Pálmadóttir, 18.11.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekkert að elda

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband