Ég held ég sé að verða lasin, en ég má ekki vera að því, ég er nefnilega ómissandi þessa dagana í vinnunni
Sú sem vinnur á móti mér er lasin og afleysingamanneskjan okkar er það líka... Mér er kalt og óglatt og finn allstaðar til og langar bara að vera undir sæng, en ég á svakalega hreint og fínt nýmálað eldhús ! Kannski er ég ekkert lasin, ég er líklega bara búin að þrífa yfir mig og allt orðið of hreint, of mikið hreinlæti getur sko verið heilsuspillandi ! Kannski sérstaklega þegar það er ég sem hef séð um að þrífa...
En það sem drepur mig ekki, herðir bara upp í mér og ég geri ekkert ráð fyrir því að ég sé neitt að fara að hrökkva upp af alveg strax. Það er fullt af fólki út um allt í þjóðfélaginu, í alvöru að velta sér upp úr því hvað hafi nú eiginlega farið fram og hverjir hafi nú mætt í brúðkaup aldarinnar. Mér finnst nú svolítið skondið að kalla þetta brúðkaup aldarinnar, það eru nú ekki liðin nema sjö ár af þessari öld....
Annars hef ég engar sértakar áhyggjur af þessu, ég vona bara að brúðhjónin verði hamingjusöm og að hamingjan skipti þau meira máli en hversu verðmæt þau eru í peningum ! Ferlega hálfvitalega umfjöllun um brúðkaup finnst mér. Jú ég hlýt að vera lasin, finn ekki húmorinn minn... Gangið glöð inn í góðan dag og munið, að það má alveg fara að hlakka til jólanna




Flokkur: Bloggar | 19.11.2007 | 06:40 (breytt kl. 06:42) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gekkstu ekki bara fram af þér Jónína mín um helgina og ert komin með málverki......þeir eru til. Láttu þér batna.
Júdas, 19.11.2007 kl. 07:07
Sko það er nauðsynlegt að vera ábyrgur gagnvart vinnunni sem og öðru en ekki láta það verða til þess að þú farir veik í vinnuna.. Af fenginni reynslu veit ég að það er ekki par sniðugt. Láttu þér batna, og hættu þessu veseni. Og auðvitað er maður komin í jólastuð
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 07:57
Takk elskurnar...
Jónína Dúadóttir, 19.11.2007 kl. 09:36
Getur verið að þú sért lasin af því að þig langi svo heim að raða og skipuleggja í nýmálaða eldhúsið þitt ? Það hefur sko komið fyrir mig :) Láttu þér batna og eigðu góða viku
Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 11:34
Hí hí það gæti alveg passað, nema að ég kláraði það í gærkvöldi
Ég fór samt í vinnuna og sé ekkert eftir því, ég hef sjálfsagt bara verið með málverk og Ajax ofnæmi...
Fín vika handa þér líka
Jónína Dúadóttir, 19.11.2007 kl. 12:25
Já Hjördís mín ég gæti kannski farið að græða á þessu
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.