Þar sem ég sat og drakk kaffið mitt í morgun, var ég að virða fyrir mér jólasveinamyndirnar á bláu mjólkurfernunni, mjólkin okkar hérna fyrir norðan er sem sé komin í jólafötin. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar þessar myndir komu fyrst á fernurnar, að það varð töluverð umræða út af nefjunum á jólasveinunum. Þeir eru með svo stór nef, að þau þóttu minna meira á einhverja aðra líkamsparta, dálítið neðar á líkamanum og þetta væri bara allt að því dónalegt ! Dæmi hver fyrir sig, en ég sé ekkert dónalegt við þessa sniðugu kalla, sem heilsa mér á morgnana þegar ég opna ísskápinn. Skyrgámur og Gluggagægir eru jú með svolítið stór nef, en það geta nú ekki allir verið eins og mér sýnist Ketkrókur og Stúfur bara vera með svona frekar eðlileg nef í andlitunum. Gáttaþefur er að sjálfsögðu með risanef með risastórum nösum og Giljagaur hefur fengið lánað nefið hans Gosa. Mér finnst þeir flottir ! Það er hægt að fara inn á www.jolamjolk.is og sjá allt um þessa kalla og fleira. Mér leið alveg jafn ömurlega í gær eins og ég leit út fyrir og það skal ég segja ykkur er alls ekki nógu gott, enda fær snyrtistofan mín, mig í heimsókn einhvern næstu daga. Það þarf nú að jólaskreyta mig aðeins líka. Mér líður mun betur í dag og þó ég hafi alltaf haldið því fram að ég sé vesalingur af Guðs náð og það er ég, þá má ég nú eiga það að flensur ná mér ekki nema svona einn og einn dag. Sérstaklega eftir að ég hætti að láta sprauta mig fyrir þeim, en á meðan ég gerði það veiktist ég undantekningalaust í viku til tíu daga, svo ég gafst upp á því. Gangið nú glöð inn í góðan dag og ekki láta jólaljósin fara í taugarnar á ykkur, njótið þeirra

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólamjólk er kúl, vantar svoleiðis hér, þeir taka nú ekki jólin neitt rosalega alvarlega hérna í Svíaríki, því miður
Erna Evudóttir, 20.11.2007 kl. 08:37
Jamm það er leiðinlegt
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 08:44
Þeir eru bara sætastir,þessir jólasveinar á fernunum
Birna Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 09:35
Ó já mér finnst alltaf svo gaman að hafa þá
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 09:45
Ég kikti á eina fernu,í leit að dónalegum skilaboðum,fann bara ekki neitt
Birna Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 10:01
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 12:29
Ég hef greinilega ekkert hugmyndaflug, finn ekkert klámfengið við þessi grey
Erna Evudóttir, 20.11.2007 kl. 13:56
Ekkert mál,þarf bara stutta subbulega hugsun.Sumt fólk er bara svoleiðis í sér
Birna Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 15:37
"Vesalingur af Guðs náð", var það ég eða þú sem sagðir þetta.
Júdas, 20.11.2007 kl. 17:42
Ég er búin að kalla mig þetta árum saman... en þú mátt líka
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 20:02
Birna Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 20:20
Æj æj, núna fór ég inn á mjólkursíðuna og fékk samstundis heimþrá. Íslensku jólasveinarnir eru auðvitað einu alvöru jólasveinarnir. Og mér finnast þessir með mjög sæta nebbalinga.
Kona
Kona, 21.11.2007 kl. 00:29
Heimþrá er góð, hún þýðir að þú átt þá góðar minningar að heiman
Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 06:52
Nef eru nú nothæf til ýmissa góðra verka... var það ekki vinkona Gosa sem leit niður á hann með sælusvip og sagði: Ljúgðu nú Gosi.... ljúgðu! ;)
Jón Þór Bjarnason, 22.11.2007 kl. 15:55
Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.