Hva... veit hún ekki að ég er til ?

Einu sinni bjuggum við í sveit, börnin mín og ég og pabbi þeirra. Sonur yngstu mágkonu minnar  hafði verið í nokkra daga hjá afa sínum, í þorpinu og skrapp í heimsókn í sveitina til okkar. Ég var að skutla honum aftur til afa og yngri sonur minn var með í bílnum. Þeir voru 5 og 7 ára frændurnir, að mig minnir og ég heyrði að þeir voru eitthvað að spjalla aftur í á leiðinni, en heyrði ekkert um hvað þeir töluðu. Á heimleiðinn var sonur minn óvenju þögull, þangað til hann segir allt í einu, upp úr eins manns hljóði : "Mamma, veit ekki mamma hans Árna (frændans) að ég er til "?  Ha ? Jú, auðvitað veit hún það vinur, hún er systir hans pabba þíns. Af hverju spyrðu að því ? "Ehh...já en... hún segir að HANN, Árni, sé besti strákurinn í öllum heiminum ! Veit hún ekki að ÉG er til "? Woundering  Rökrétt?Grin  Ég er farin að leyfa mér að muna svo miklu meira núorðið, frá því þegar við bjuggum þarna í sveitinni. Ég hef aldrei verið nein sveitamanneskja og hef takmarkaða ánægju, æi... best að segja það bara eins og það er : alls enga ánægju af því að umgangast skepnurnar. En ég bjó þar nú samt í 10 ár og ég gerði það eingöngu fyrir tengdamóður mína, að flytjast þangað í fyrstunni. Þóttist svo vera að gera það fyrir börnin mín að halda því áfram... Sem var misskilningur, það var ekkert þess vegna, ég hafði bara ekki þann dug og það hugrekki, sem þurfti til að koma mér í burtu. Svo má  kannski deila um hvort ég fór ekki of seint, getur verið.... En það er samt, held ég og vona innilega, aldrei of seint að reyna að gera gott úr því sem hefur aflaga farið. En ekkert "gráturoggnístrantannablogg" hér, mér datt bara þessi fína saga í hug í morgun, þegar mér varð hugsað til þess, að ég hafði ekkert heyrt í besta stráknum í öllum heiminum, í nokkra daga.  Gangið glöð og hress inn í góðan dag og munið að Cheerios er gott fyrir konurSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Allar ákvarðanir eru teknar á réttum tíma.Og sú besta hingað til.Að hafa sig burtu-r úr sveitinni,frá rafinu og hál-erma bolunum og fleiru sem maður rekst á í fásinninu Thumbs Up Borgarstjórafíflurinn var samt ágætis hundur




Birna Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 13:20

2 identicon

sæl kæra systir. Sit hér á hótelherbergi í Flórida, Þórir á ráðstefnu, er að fara að drífa mig út í sólina, búin að yfirspila mig í golfi hehe. Datt inn í "stóra" föndurbúð vá sú var flott, verst að geta ekki tekið meira með sér heim! Læt þig fá eitthvað til að búa til jólakort.   Komum heim á sunnudaginn,  kvíði fyrir kuldanum hmm  en hlakka til jólaundirbúnings.  Á morgun er Thanksgiving dagur og mikið gengur á, þá éta allir Ameríkanar yfir sig, máltíðin er svona ca. 5 þús. kaloríur ojojoj.  Við erum að fara í stóra veislu til íslendinga sem búa hér. 

Kveðja úr sólinni í Sarasota Flórida        Auja sys

Auja (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Birna mín, ég hef líka hugsað þetta svona og Borgarstjórafíflurinn var langflottastur

Sæl Auja mín, gaman að heyra frá þér hérna ! Golfar yfir þig, borðar yfir þig og verður yfir þig ánægð að koma heim Skilaðu bestu kveðju til Þóris og við sjáumst hressar í jólastússinu

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 15:47

4 Smámynd: Júdas

Heyrðu.  Ég er með þá hugmynd að þú linkir "gráturoggnístrantannablogg" inn á síðuna mína og ég borga þér svo fyrir í akureyskum gjaldmiðli. 

Við vælukjóarnir erum líka fólk.      

 kv, Júdas pissudúkka.

Júdas, 21.11.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hæ pissudúkka, viðurkenni fávisku mína: hver er hinn Akureyrski gjaldmiðill ? Þú hlýtur að skilja að fyrst hljótum við að semja um verð.....

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Sveitin rúlar, þetta var um það bil það gáfulegasta sem ég hef að segja núna á þessu miðvikudagskvöldi

Erna Evudóttir, 21.11.2007 kl. 22:31

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín þetta dugar

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband