Elsku píparinn.... !

Ég var búin að ákveða að kvarta hér yfir píparanum, sem ég þurfti að hringja í, í gær í vinnuhúsi, en ég hætti við það. Þess í stað ætla ég að hæla honum. Hann lofaði að senda mann til að skipta um heita kranann, sem ég gat ekki skrúfað fyrir, eftir hálftíma og hann kom eftir 1 og 1/2 tíma ! Ég þurfti bara að hringja þrisvar í hann og hann tók því bara með þónokkurri þolinmæði, að ég skyldi ekki geta sagt honum hvaða tegund af krana um væri að ræða. Þó ég sé búin að fara á  mjög mörg vinnutengd námskeið á síðustu 10 árum, þá hefur bara alveg gleymst að kenna okkur hvaða  tegundir af vatnskrönum eru í boði á markaðnum og hvaða ár hinir og þessir kranar eru framleiddir. Fer samstundis fram á námskeið í pípulögnum ! Og hann útskýrði fyrir mér eins vel og fyrirmyndar leikskólakennari hefði útskýrt fyrir litlu barni, að pípulagningamenn gengju bara ekki með allar kranategundirnar í vösunum. Vá maður, eins gott að hann sagði mér það, ég hefði alls ekki getað fundið það út hjálparlaust.... Og þegar ég hringdi svo í þriðja skiptið, til að gá hvort hann hefði nokkuð gleymt mér og mínu litla vandamáli og hálftíminn væri löngu liðinn, þá var hann svo almennilegur að bjóðast bara til að kalla manninn til baka, fyrst ég væri ekki nógu ánægð með þjónustuna.... Og þarna þegar ég spurði, að sjálfsögðu hrikalega kurteislega, hvort það væri engin samkeppni í bransanum og hvort honum fyndist ekki skipta máli að hafa viðskiptavini, þá var hann svo huggulegur að útlista fyrir mér, að ég mætti bara þakka fyrir að fá pípara á innan við 2 tímum ! Og þegar ég svo svona rétt nefndi það, eiginlega frekar hlýlega, að ég væri ekki að fara fram á að þetta yrði unnið í sjálfboðavinnu, það hefði nú alltaf staðið til að borga, þá var hann svo sætur að tilkynna mér hátt og snjallt, bara svo ég mundi nú heyra það almennilega, að maðurinn væri á leiðinni.... Hm.... kannski eitthvað í ætt við það sem kennarinn sagði : "Skólinn væri fínn vinnustaður ef ekki væru allir þessir krakkar" ! Gangið glöð inn í góðan dag og það fylgir ekkert heilræði með því núna Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og birtist svo mannandskotinn fyrir rest? Hahahahaha góð í morgunsárið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil ekki af hverju hann kom ekki sjálfur "elskan mín úr símanum"  En, hann sendi ungan mann fyrir sig og það var allt í lagi

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 09:37

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð

Birna Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Júdas

Þoli ekki svona iðnaðarmannahroka...........

Júdas, 23.11.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband