.... í huganum, svona í morgunsárið. Ég ætla að prófa að steikja laufabrauðið upp úr kókossmjöri. Húsmæðraþátturinn búinn, framhald ódagsett og alls óvíst að það verði nokkuð...... Ég er ekki farin að gera neitt fyrir jólin, nema að hlakka til og jú ég er búin að kaupa jólagardínurnar fyrir eldhúsið og það er nú hátt upp í þó nokkuð ! Mig er annars farið að gruna að ég hafi meira í mér af íþróttamannsgenum en ég hélt, ég er með tennisolnboga báðum megin....
Ég þurfti að príla upp á svalir á annarri hæð í raðhúsi í gærkvöldi, til þess að kíkja inn um glugga hjá konu. Já, ég veit þetta hljómar perralega, en þetta er bara satt ! Konan sú er að vísu skjólstæðingur og er í hjólastól og hún kom ekki til dyra þegar ég hringdi bjöllunni og svaraði ekki í símann heldur. Ég varð að vera viss um að hún lægi ekki bara slösuð á gólfinu hjá sér eða eitthvað þaðan af verra ! Ofsalega varð ég fegin að hún var ekki heima... og að hún býr ekki á 4. hæð... Það nefnilega gleymdist að láta mig vita að hún væri farin í hvíldarinnlögn, ekki í fyrsta skipti sem svoleiðis gerist ! Oft hefur mér dottið í hug að sumt fólk sem vinnur hér hjá Akureyrska Slow town batteríinu taki Olimpiuhugsjónina aðeins of alvarlega ! "Ekki málið að vinna, bara vera með" ! Ég verð svo reið þegar svona gerist, það er eins og fólkið skipti ekki máli. Ef þetta væru fiskflök á frystihúsi þá væri mér slétt sama, en við erum að vinna með fólk og svo er ég líka fólk og á ekki að þurfa að fá hland fyrir hjartað, hvað eftir annað, af hræðslu við að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir þann sem ég á að sinna, þegar enginn kemur til dyra... Bara af því að fólk í kringum mig, vinnur ekki vinnuna sína
Og reynið þið svo bara að geta, hvert ég hringi núna strax klukkan átta !
Gangið nú glöð og hress inn í fínan föstudag... Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré.....




Flokkur: Bloggar | 23.11.2007 | 07:52 (breytt kl. 07:55) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Príla og gægjast hljómar allavega soldið perró.......
Júdas, 23.11.2007 kl. 23:05
Það tók sig sem sagt upp gamall perri,með tennisolnboga og hland fyrir hjartanu.Það myndi kallast í mínu leikriti að fara bara alla leið.Go Ninna
Birna Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 23:38
Það virðist nú liggja fyrir þér þetta perradæmi
Erna Evudóttir, 24.11.2007 kl. 07:45
Þið náttulega einblínið á það sem er mest heillandi í fari mínu....... perraskapinn....
Jónína Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 13:22
Við höfum jú öll okkar sérgáfur
Birna Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.