Alls ekki af neinu sérstöku tilefni vil ég taka það fram, að ég og ég ein, tek fulla ábyrgð á allri minni stundum kannski skringilegu hegðun, öllum mínum orðum töluðum sem og skrifuðum, dyntóttu skapi mínu þó það sé nú kannski frekar í léttari kantinum svona yfirleitt, akstri mínum, fjármunum og lausafé og mínum eigin, oft á tíðum brengluðu og alls ekki alltaf rökréttu, hugsunum. Þá er það komið á hreint, takk fyrir ! Í dag er eitthvað svona "ekki versla neitt í dag" dagurinn og það er líka eins gott, af því að ég ætlaði alls ekkert að versla neitt í dag. Ég ætla að fara á mánudaginn og kaupa margar jólagjafir, þá er ég ekki að vinna kvöldvinnuna og hef nógan tíma. Ég hreyfi mig ekki í átt að verslun, fyrir minna en 8-10 jólagjafir í einu og þessi 1 og 1/2 tími, sem ég hef á milli vinna dugar ekki til þess. Spúsi minn fer með mér, það er svo gaman að hafa hann með í jólainnkaupin, hann vill alltaf kaupa miklu meira en nískupúkinn ég og ég þarf oftar en ekki að standa mjög fast á skottinu á honum, svo við hreinlega höfum efni á að gefa öllum eitthvað. Við eigum samtals sjö börn, fimm tengdabörn og tólf barnabörn og reiknið þið svo ! Við erum millar, bara ekki í peningum talið ! Það er svona "heittkakóteppisbókarveður" úti og ég ætla ekkert að hreyfa mig út úr húsi fyrr en ég fer í vinnuna klukkan fimm. Ég var að þrífa ísskápinn áðan og er hrikalega stolt af dugnaðinum í sjálfri mér, þó ég sé að vísu búin að taka nokkrar vikur í að undirbúa mig andlega fyrir gjörninginn ! Gangið glöð inn í góðan dag og munið að hafa nú vettlingana á höndunum, en ekki bara í vösunum eins og ég

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjö börn já.........það er æðislegt. Þú ert þá ekki bara ljúf kona heldur stórefnuð......
Júdas, 24.11.2007 kl. 17:03
Ljúf... takk fyrir það
Jónína Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 17:05
Mikið ertu rík stelpa
Veistu, ég elska að fara út að versla með kallinum, þar sem hann er miklu verslunarglaðari en ég
Að vísu er málið að barnabörnin græða af því, og þá er ég happý....
. Og STUNDUM höfum við efni á því
Unnur R. H., 24.11.2007 kl. 17:26
6 hérna megin og 3 barnabörn og 12 mánaða valkvíði gagnvart jólagjafa og afmælisgjafakaupum. Og veðrið hérna megin í dag var sól, stilla og hitinn um frostmark svo það var óþarfi að fara í yfirhöfn... hvað þá vetlinga.
Kv. í heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 01:09
Djö... er maður að verða linmæltur eftir vistina hér sunnan heiða... átti að standa vettlinga.
Þorsteinn Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 01:10
Aldrei valkvíði hjá mér í jólagjafakaupum, bara ofsalega gaman
Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 08:22
Það er yndislegt að vera svona ríkur.Ég verslaði ekkert í gær,nema mjólk.Telst það með
Birna Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.