Ég er svo hugmyndasnauð !

Ekki var mér búið að detta í hug að fara til Bandaríkjanna til að kaupa jólagjafirnar ! Las í fréttum í gær að stórar ferðatöskur væru allsstaðar að verða uppseldar. Hvarflaði að mér andartak hvort það gæti verið aðaljólagjöfin í ár, ég alltaf að missa af einhverju... en sá svo að það gat ekki passað, pínu hallærisleg jólagjöf það.... Nei, nú á það að margborga sig, að fara sérstaka verslunarferð út til Bandaríkjanna fyrir jólin af því að þar er allt miklu ódýrara en hér. En kostar ekkert að komast þangað ? Er það bara ekki tekið með í dæmið ?  Einhvertímann vissi ég að það kostaði 60-70 þúsund, bara aðra leiðina og ég hef ekkert  heyrt um  að það hafi lækkað nein ósköp. Auðvitað er alltaf gaman að fara til útlanda, en hjá mér yrði það ekki nein skemmtun að fara út bara til að versla, mér finnst ekkert gaman í búðum, alveg sama hvort þær eru hér heima eða í öðrum löndum. Ég mundi frekar nota peningana sem annars færu í flugmiðana til að kaupa fleiri og þá stærri jólagjafir handa öllu liðinu okkar ! En það er bara ég, mér er alveg sama þó fólk geri þetta og vona bara að það hafi gaman og græði alveg helling í leiðinni ! Við aftur á móti ætlum að fara landleiðina, í Hagkaup af því að þar fæst það sem við ætlum að gefa í jólagjafir þessi jólin ! Njótið þessa yndislega sunnudags og látið ykkur líða vel Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Alveg er eins og ég hefði sjálf skrifað þessa færslu!! Ef ég splæsi mér í ferð til útlanda ætla ég sko ekki að nota hana til að skoða búiðir að innan! Held þar að auki að þrátt fyrir gríðarlegan "sparnað" í að versla úti komi allir út í mínus þegar farið verður að skoða kortareikninginn eftir allt hafaríið. Nema flugfélagið, það græðir.

Björg Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Landleiðina... Þannig að það er ekki enn kominn þyrlupallurinn við Glerá2? Alltaf gott að eiga eitthvað eftir í pallasmíðum fyrir komandi sumur.

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigum bara eftir að byggja bílskúrinn og smíða svo þyrlupallinn

Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Júdas

Þetta kalla ég að eyða í sparnað.............

Júdas, 25.11.2007 kl. 16:58

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég fór til Bandaríkjanna fyrir jólin í fyrra.Hefði ekki farið nema af því að ég var á frímiða.Rúllaði upp Mollofamerika,eins og ein kona sagði.Það var gaman,en samt skemmtilegra að fara í blus klúbbana á kvöldin.Þeir voru sko ferðarinnar virði.Fer fljótlega aftur,ekki spurning.Enda á ég vinafólk þarna úti,verð að heimsækja það og örugglega versla í leiðinni.

Birna Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband