"Ertu búin að gera allt fyrir jólin?" ...... hvaða allt ?

Þetta er svolítið skondin spurning.... í mínum eyrum allavega. Ég var spurð að þessu í gær og ég svaraði : já, svona nokkurnveginn, á bara eftir að kaupa fáeinar jólagjafir, setja upp jólagardínur, jólaskraut og skúra. Ég uppskar alveg innilegt aðdáunaraugnaráð ! En ég vissi alveg að konan sem spurði, var að spyrja um fleira en bara þetta, hún var að meina hvort ég væri búin að þrífa alla íbúðina frá gólfi til lofts og jafnvel mála helst líka og viðra og þvo allt út úr öllum skápum og þrífa þá og þvo alla gluggana og fara með gardínurnar í hreinsun og kaupa jóladressið og nýtt sófasett og flísar á ganginn og setja mig svo endalega á hausinn með jólagjafainnkaupum og þá í leiðinni að slátra Visakortinu. Það er nokkurnveginn það, sem þessi spurning raunverulega þýðir hjá svo alltof mörgum. Ef mér dettur í hug að spyrja þessarar spurningar, þá bæti ég við hana :...., sem þú ætlar að gera" ? Ég ætla nefnilega alls ekki að þrífa alla íbúðina, ég þríf yfirleitt jafnóðum, kannski svona aðallega af heilsufarsástæðum, ég ætla heldur ekki að kaupa mér húsgögn eða jóladress, ég á nóg af öllu svoleiðis og gólfin mín duga mér sjálfsagt ein, ef ekki bara fleiri jól í viðbót. En ég er búin að kaupa þó nokkrar jólagjafir og er að fara að kaupa fleiri næstu daga og þó ég telji mig ekki gefa nískulegar jólagjafir, þá setur það mig ekki á hausinn og ég nota ekki kreditkort, þannig að ég kem ekki til með að vera með magasár út af væntanlegum febrúarreikningi. Við eigum allt jólaskraut sem við ætlum að setja upp og þá eru bara matarinnkaupin eftir og þau fara nú frekar rólega fram, svona eitthvað frameftir desembermánuði. En það sem ég ætla að gera, er að fara í Jólahúsið og hlusta á jólalög og fara á rúntinn og borða smákökur og skoða jólaskreytingarnar í bænum og vera með fjölskyldunni okkar eins mikið og við verður komið og tína smám saman upp úr  jólaskrautskössunum og hafa gaman ! Ég hlakka svo innilega til jólannaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo er það þarna spurningin líka,hvað ertu búin með margar sortir,Borða margar eða,,,!Ég elska desember mánuð,jólakakó með fullt af vinum,snúllast með krökkunum,reyna að fela hálfmánana sem ég rausnast til að baka,piparkökudjammið og skreyta,fullt af kertum á kvöldin.Yndislegt bara.Þetta er æði

Birna Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æ , ég gleymdi auðvitað öllum bakstrinum, enda er hugsunin um hann svo langt frá mér af því að ég baka nefnilega helst aldrei !!!!!

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Þið eruð  sko algjörar jólapíur

Erna Evudóttir, 26.11.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó já þetta er svo gaman

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég segi það sama. Baka ekki, þríf ekki hátt og lágt, skipti ekki um gólfefni og mála þaðan af síður. En það sem ég geri, geri ég á síðustu stundu. Er að reyna að venja mig af því

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Konan mín uppástóð það á sunnudaginn að það væri 1.sunnudagur í aðventu og reif fram jólaseríur og skraut og þessu var svo fírað upp og nú er agalega jóló og notalegt hérna hjá okkur skötugjúunum. Málið var að vinkona okkar var um helgina á markaði í jólahúsinu í Hafnarfirði og Helgu minni fannst að jólaþorpið opnaði  ekki fyrr en á aðventunni svo fjölskyldan var bara virkjuð með de samme. Svo kannski verður bara hamborgarhryggurinn þann 17.des hver veit 

Þorsteinn Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 01:14

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú átt flotta konu

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband