.... er setning sem mér finnst svo falleg, einföld en segir samt svo ótalmargt. Mér slétt sama hvort fólk trúir á einhvern guð/guði eða bara alls ekki og skiptir mig engu máli hvaða nafn/nöfn eru notuð, svo framarlega sem fólk hefur það fyrir sig og lætur vera að reyna að troða því upp á mig og aðra. Ég vinn við að aðstoða fólk inni á heimilum og einn sem ég kem til í hverri viku, er nýorðinn fertugur, greindist með MS sjúkdóminn fyrir þrítugt, þá rétt búinn að klára skóla og nýfarinn að vinna við það sem hann lærði. Hann getur ekki unnið, ber sig núorðið að mestu leiti um í hjólastól og á erfitt með að keyra bíl. En hann er alltaf í góðu skapi og er að öllum öðrum ólöstuðum, jákvæðasta og bjartsýnasta manneskja sem ég þekki. Hann er aldrei reiður, hann er aldrei pirraður, en samt alltaf svo raunsær og með húmorinn í lagi. Ég missti út úr mér um daginn, þegar hann var eitthvað að brasa við helv.... hjólastólinn, hvernig í ósköpunum stæði á því að hann missti aldrei þolinmæðina og af hverju hann væri aldrei fúll yfir neinu ! "Það er einfalt" sagði hann, "við Guð erum vinir". Svo var ekki rætt meira um það. Pabbi heitinn, sagði eitthvað álíka þarna um árið, þegar ég loksins fattaði eftir dúk og disk að hann var hættur að reykja. "Við ræddum þetta vinirnir og komumst að samkomulagi um, að það væri kominn tími á að ég hætti þessu" sagði hann og benti upp í loftið. Sama sagan þegar hann var hættur að drekka, þeir höfðu spjallað vinirnir og orðið sammála um að það væri kominn tími á það líka. Mér líkar þetta vel og vildi að allir hefðu þetta einhvernvegin svona, þá þyrfti ekkert að vera að rífast og slást og drepa fólk út af trúmálum, nóg er nú samt ! Gangið glöð inn í góðan dag og verið þolinmóð í umferðinni

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já svona er þetta einhvernveginn rétt...allveg sammála þér að þetta er einföld og falleg birtingarmynd á sambandi manns við sitt æðra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 09:06
Rosalega virkar höfuðið á þér vel, held bara að heilinn sem ég held sé þarna hjá mér sé bara farinn í eyði eða verkfall eða kominn á eftirlaun
Erna Evudóttir, 27.11.2007 kl. 10:54
Æ æ rosalega lýsing á annars alveg ágætum heila
Jónína Dúadóttir, 27.11.2007 kl. 11:05
Sérstakt Jónína. Bæði með Guð og samræður í pokahorninu í dag
.......er það þetta sem kallað er bloggkennd í orðabókum?
Júdas, 27.11.2007 kl. 19:26
Heyrðu já rétt, gott orð, beint úr orðabókinni
Jónína Dúadóttir, 27.11.2007 kl. 21:33
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.