Frumburðurinn minn....

... er 31 árs í dag. Ekkert skil ég í því hvað börnin mín eru orðin gömul og ég alltaf jafn ung ! Hann fæddist á sunnudegi og það var talið sérstakt gæfumerki, enda drengurinn gæfusamur maður. Hann er langflottastur, bráð vel gefinn, duglegur og myndarlegur og á yndislega konu, hún gæti ekki verið betri þó ég hefði fengið að velja hana sjálf og þau eiga tveggja ára dóttur, sem er auðvitað algjör gullmoli ! Ég ætla að hætta að mæra hann, áður en þetta fer að hljóma eins og minningargreinTounge Ég lít út núna í morgunsárið, eins og ég hafi lent í slagsmálum við bílastæði og tapað, enda er það raunin. Ég datt svo tignarlega á sunnudagskvöldið, á bílastæði fyrir utan vinnuhús og er öll lurkum lamin en samt ekkert brotin, ég get líka aldrei meitt mig í neinni alvöru, bara svona allt að því.... Hvítan í öðru auganu er orðin rauð núna, kannski vegna þess að ég fékk hressilegt högg á hausinn í byltunni, kannski ekki, læt athuga það í dag. Ég get svo alveg haldið því fram að þetta hafi verið tignarleg bylta, það sá mig enginn á dimmu bílastæðinu bak við húsið..... að hálfu undir bílnum mínum..... Wink  Í dag ætla ég að gera tilraun til þess að berjast um inn í geymslu smástund og gá hvort ég get ekki lagað til þar, með því að taka alla kassana með jólaskrautinu fram, það verður þá allavega fínt í geymslunniGrin  Gangið glöð og hress inn í þennan yndislega dag og njótið þess að vera tilSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er að reyna að reikna þetta út... Hvað er eigilega barnið þitt gaman.. hmmmm ... ekki mikið eldri en 16 .... og er barnið þitt nú þegar búið að eignast konu ? eða úfffd... er ég enn þá með flensu.. er ég að misskilja þettta blogg

Brynjar Jóhannsson, 28.11.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Fiðrildi

Innilega til hamingju með frumburðinn . . sem er þá hvað . . sprðdreki eða bogamaður ?

Fiðrildi, 28.11.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju með "litla"strákinn, ætlaru að hafa pulsupartý fyrir hann?

Erna Evudóttir, 28.11.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sonur minn er 31 árs...flókið ? Hvað ertu með mikinn hita ?

Takk Arna mín, hann er bogmaður þessi elska

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 10:58

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Erna mín, tí hí já alveg örugglega pylsupartý  Nei ég er svo frek að ég ætla að mæta til hans og heimta kaffi og köku Og ég ætla að kaupa handa hinum lopaleysta í afmælisgjöf

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 11:15

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með strákinn og passaðu þig í hálkunni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 16:22

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

DÖHHH... já ég er með mikin hita.. ég las einhvern vegin út úr þessu að þú værir 31 árs... .. þú ert nátturulega 98 .. sorrí

Brynjar Jóhannsson, 28.11.2007 kl. 16:24

8 Smámynd: Júdas

Ótrúlegt hvað bílastæði geta komið af miklum krafti í andlitið á manni.

Til hamingju með kútinn 

Júdas, 28.11.2007 kl. 17:40

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk öll, þið eruð frábær Líka þú þarna lesblindi flensupési

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 19:34

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með barnið,hann er svo mikil dúlla og þau öll.Ég ætla að vona að þú hafir látið bílastæðið finna fyrir því.

Birna Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:27

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skila því til Stjána að "foxy lady" segir að hann sé dúlla Á eftir að hafna mín á bílastæðinu, reykspóla á því næst þegar ég kem þar

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:52

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

hefna mín...

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband