Það er "jólaundirbúningur", ekki "jólastress" !

Það tekur stóra jeppann minn minnst 10 kílómetra, að hitna nógu mikið til að fara að blása einhverju öðru en frostköldum heimskautaísnálum út úr miðstöðinni. Ef miðstöðin á að vera farin að anda bara volgu, áður en ég legg af stað, þá verð ég fyrst að láta bílinn ganga í hálftíma úti á plani. En ég bara man yfirleitt ekki eftir því að fara út og setja hann í gang, fyrr en bara um leið og ég æði af stað í vinnuna. Næst þegar ég fæ mér bíl, þá á hann að vera með fjarstýringu, sem gerir mér kleyft að starta honum þar sem ég stend innan við eldhúsgluggann minnInLove Það er svona "prinsessan á bauninni" útbúnaður, að vísu býst ég ekki við því að það virki að biðja um akkúrat það þegar maður pantar þetta en.... aldrei að vita. Núna hljómar lag í útvarpinu og í textanum er m.a. : ... hjartað ólgar inni í mér..... Ég er líklega með órómantískara fólki, eina sem mér datt í hug að gæti ólgað inni í mér er maginn, þegar ég er búin að borða eitthvað allt of feitt.... Ég hef löngum sagt við og um spúsa minn, að hann sé alveg jafnrómantískur og gaddavírsgirðing með stífkrampa..... Það er nú alveg spurning, hvort okkar hefur betur á þeim vettvangiTounge  Núna verð ég að fara og tæma hillu sem á að fara inn í geymslu, ég fór í fýlu við hana í gær af því að hún er hálfum sentímetra hærri en hurðargatið inn í geymsluna og ég sem ætlaði að auka mér leti, með því að ýta henni bara þangað inn, með öllu draslinu íBlush  Gangið hress og kát inn í fínan fimmtudag og slakið á í "jólaundirbúningi", það heitir nefnilega ekki "jólastress" !Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Skemmtu þér vel við jólaundirbúninginn, ég er ekkert byrjuð að pæla í þessu, kíki á aðventuljósin um helgina og verð náttúrulega að kaupa svona súkkulaðidagatöl fyrir krakkana fyrir 1.des!

Erna Evudóttir, 29.11.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Beibið átti bíl með svona miðstöð sem var hægt að setja í gang áður en maður fór út.Segir sig sjálft að ég hætti með honum þegar hann seldi bílinn og fékk sér annan án þessaJóla hvað

Birna Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mér líst vel á þig með þetta, bara ró og friður

Birna ég skil... auðvitað skilaðir þú honum, kona lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Gvöð hvaðeretta leim beib, ég meina daaaaaaaahh, það er nú reynt að bjóða manni upp á hvað sem er

Erna Evudóttir, 29.11.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segðu...

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 14:47

6 Smámynd: Júdas

Júdas, 29.11.2007 kl. 19:30

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband