Skyldu það vera manneskjur sem stjórnar lífeyrissjóðunum ?

Vegna þess að öryrkjar gætu átt það á hættu að hafa það "sæmilegt", út í hött að fara að kalla það "gott", þá hafa stjórnir 9 lífeyrissjóða ákveðið, að skerða bætur til félagsmanna sinna 1.desember ! Fyrir utan að lækka bæturnar, sem er náttulega eitt og sér ógeðsleg hugmynd, þá fundu þeir upp þessa dásamlegu dagsetningu, fyrsta desember ! Jáhá pössum að öryrkjarnir viti að þeir eiga ekki rétt á neinum mannsæmandi lífskjörum og til þess að þeir taki nú almennilega mark á því, þá skulum við sjá til þess að þeir geti ekki með neinu móti haldið jól ! Devil Það er auðvitað bara hreinasti óþarfi !Hver stjórnar lífeyrissjóðunum ? Er það fólk eða eru það bara tölvurnar ? Síðast þegar ég vissi þá gerir tölvan mín það sem ég læt hana gera, nema þegar hún er biluð og þá læt ég gera við hana ! Ef það eru tölvur sem stjórna sjóðum þessum, þá eru þær bilaðar og það þarf þá að setja þær strax í viðgerð. Ef það er fólk sem stjórnar, þá er það líka bilað og varla hægt að gera við það og þá er að henda því út og fá annað fólk í staðinn. Almennilegt fólk sem hugsar ekki bara með rassgatinu þar sem þeirra eigið seðlaveski er staðsett ! Pinch Það trúir því ekki nokkur kjaftur, að lífeyrissjóðirnir sem eru að sýsla með alla þessa peninga, séu svo fátækir að það þurfi stöðugt að vera að klípa af þessum aumingjalegu upphæðum. Það væru nefnilega engir lífeyrissjóðir til, ef fólkið sjálft hefði ekki lagt til peningana í þá. Það borgar sig greinilega að leggja frekar fyrir sjálfur, undir koddann sinn svona til öryggis, til þess að reyna að tryggja sjálfum sér mannsæmandi laun ef eitthvað skyldi nú koma uppá í lífinu ! Það eru nefnilega ekki allir öryrkjar "framleiddir" af kerfinu, langflestir öryrkjar eru alvöru öryrkjar og alls ekki að eigin vali ! Jóhanna Sigurðardóttir, virðist vita um einar hundrað milljónir sem hún ætlaði að nota til að múta lífeyrissjóðunum með, til að þeir mundu hætta við þetta. Þeir afþökkuðu þessa smánarlegu upphæð og eru staðráðnir í að halda þessu til streitu. Ok Jóhanna mín Sigurðardóttir, taktu þá þessar hundrað milljónir sem þú hefur þarna og dreifðu þeim til öryrkjanna, fyrst lífeyrissjóðirnir vilja þær ekki ! Það þarf enginn að segja mér að það sé ekki hægt að finna einhverja aðferð til þess ! Svo spyr ég : eiga öryrkjar sjálfir enga fulltrúa í stjórnum þessara sjóða ? Og þá er ég ekki að tala um forystumenn þeirra, þeir eiga engra hagsmuna að gæta, það eru menn á kaupi, ég er að tala um hann Jón eða hana Gunnu. Og ég er reið núna ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum ! Angry  Gangið hress inn í daginnGetLost

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,sælar og þakka þér umfjöllunina.Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér með mál öryrkjanna(ég).Af hinu góða er ÞAРað segja að umfjöllunin er orðinn svo mikil og  góð.   Eitt og annað er að sjá dagsins ljós og "dagrenningu mála tengt þessu" og ég er að veiða þetta til hliðar og kem væntanlega með það TILREITT FLJÓTLEGA!.   ÞETTA ER EITT AF MÖRGUM LJÓTUM MÁLUM SEM VIÐ ÞURFUM AÐ SKAMMAST OKKAR FYRIR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til skammar eins og svo allt of margt í þessu litla landi

Birna Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 09:07

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já og svo var verið að segja frá því nýlega að það væri best að búa á Íslandi og vísað á einhverja lífskjarakönnun, við hvað var verið að miða þá? Örugglega engir öryrkjar sem voru spurðir álits!

Erna Evudóttir, 30.11.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei öryrkjarnir voru örugglega ekki spurðir

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Júdas

Þetta er í einu orði sagt ömurlegt og með ólíkindum að alltaf skuli vera ráðist á þá sem minna mega sín.

Júdas, 30.11.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þeir geta nefnilega ekkert varið sig

Jónína Dúadóttir, 1.12.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

UUUUU... sko ég veit að það eru meira MANNESKJUR sem stjórna heiminum en guð nokkurn tíman.

Brynjar Jóhannsson, 1.12.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil þig svo vel... haltu áfram að vera reið og skrifaðu meira um þetta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband