...eiga alla mína samúð. Núna er nefnilega svo gott að geta verið inni í hlýjunni, því að úti er norðan hríð og hefur bætt dálítið á snjóinn í nótt. Orðið virkilega jólalegt að sjá, svona út um gluggann
Gærdagurinn fór að mestu í búðaráp, við erum líka að verða búin að kaupa jólagjafirnar og erum byrjuð að kaupa jólasteikurnar og svo auðvitað makkintosið, sem er algerlega ómissandi hjá okkur, um jólin og fram að jólum, verður nú að segjast líka. Ég er nú alls ekki sú hagsýnasta þegar kemur að verslun og viðskiptum, en þegar 2.9 kílóa makkintosbaukur er 1500 krónum ódýrari í Bónus en í Nettó, þá keyri ég í Bónus, þó mér finnist alltaf skemmtilegra á Glerártorginu. Það voru jólasveinar að syngja þar í gær og mig langaði allsvakalega til að slökkva bara á hljóðkerfinu hjá þeim, ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum það þarf að hafa það í botni, það er ekki eins og þetta sé einhver risasalur sem þeir eru að syngja í. Sviðið er beint fyrir framan Netto og að versla þar þegar verið er að flytja tónlist á þessu sviði er vægast sagt vandræðalegt og ég get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt fyrir afgreiðslufólkið heldur. Hávaðinn er slíkur að það þarf að nota fingramál og alls konar fettur og brettur, til þess að gera sig skiljanlegan. En það er samt alltaf gaman að sjá jólasveinana, ég er eins og litlu börnin með það, nema að mér er alveg sama þó þeir gefi mér ekki epli og ég fer ekkert að gráta þó þeir tali við mig. Ég var að hugsa um að geysast fram á ritvöllinn í morgunsárið og skammast yfir einhverju óréttlæti í þjóðfélaginu, en því miður þá er það eitthvað svo fjarri mér núna, en einhvern annan dag...... Púkinn hérna býður í alvöru upp á að nota orðið ritböllur !?! Gangið glöð inn í fyrsta sunnudag í aðventu


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn.
Ritböllur já.........í allri þessari umræðu um að kyngreina ekki starfsheiti held ég að við ættum að nota frekar orðið rithöfundur því kvk orðið verður ennþá dónalegra eða hvað?
Júdas, 2.12.2007 kl. 09:25
Hahahahaha ég var ekkki búin að fatta þetta
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 11:22
Vissi ekki einusinni að orðið ritböllur væri til
Erna Evudóttir, 2.12.2007 kl. 12:48
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:23
Vitlaus stimpill... (ýtti á vitlausan takka)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:24
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 16:03
:) mér myndi án efa líka mjög vel við þig í persónu
Fiðrildi, 2.12.2007 kl. 21:07
Þakka þér og sömuleiðis heillin
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.